Saga - 2000, Page 354
352
RITFREGNIR
bókarinnar, og eru sumar hverjar mikilvægar heimildir. Til viðbótar hefur
Ferðafélagið aukið bókina með 32 sérstökum myndasíðum, sem á eru nýj-
ar ljósmyndir og greinargott kort af sýslunni. Allur frágangur á bókinni er
einnig til fyrirmyndar og prófarkalestur sýnist hafa verið sérstaklega
vandaður; að minnsta kosti hef ég ekki rekist þar á neina prentvillu. Vill-
ur af öðru tagi held ég að séu þar heldur ekki margar. Þó rakst ég á eina,
sem er samt ekki höfundi að kenna, heldur heimildinni sem hann studd-
ist við, og mátti ætla að hann gæti treyst. í kaflanum um Fjallaskaga
í Mýrahreppi (bls. 264) segir að vitinn þar hafi verið reistur árið 1961.
Þama skakkar sjö ámm, hann var reistur sumarið 1954 og tekinn í notk-
un sama ár. Þetta veit ég af því að ég var í vinnuflokknum sem kom þess-
um vita upp.
Kristjdn Bersi Ólafsson
Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson: ÆSKA OG
SAGA. SÖGUVITUND ÍSLENSKRA UNGLINGA í
EVRÓPSKUM SAMANBURÐI. Sagnfræðistofnun/
Háskólaútgáfan. Sagnfræðirannsóknir - Studia historica
15. bindi. Reykjavík 1999. 339 bls. Myndrit og skrár.
Árið 1995 var gerð könnun meðal u.þ.b. 30 Evrópuþjóða á söguvit-
und unglinga. Niðurstöður þeirrar könnunar komu út tveim ámm síðar í
tveggja binda riti sem nefndist eins og könnunin sjálf Youth and History.
A Comparative European Survey on Historical Consciousness and Political
Attitudes among Adolescents (Hamborg 1997, Körber stiftung). Á fyrri hluta
ársins 1999 kom út sérstök bók um niðurstöður könnunarinnar meðal
norrænu þjóðanna, íslendinga, Dana, Norðmanna, Svía og Finna, Ungdom
og historie i Norden (Bergen-Sandviken 1999, Fagbokforlaget). Mikill feng-
ur var að þeirri bók þar sem mörgum reyndist torvelt að stauta sig fram
úr töflunum í Youth and History. Enn betra var að fá loks bókina Æska og
saga þar sem íslensku niðurstöðumar birtast svart á hvftu. Hér á eftir
verður umfjöllun um bókina fléttað saman við umfjöllun um könnunina
sjálfa.
Bókin hefst með þrem greinum. Gunnar Karlsson skrifár um „Verk-
efnið" og „Viðhorf íslenskra unglinga til þessa heims og annars" og Bragi
Guðmundsson skrifar um „Ungmenni og sögu í íslenskum grunnskól-
um". Báðum er þeim lagið að ræða fræðilega hluti á skiljanlegan hátt,
greinamar em sérlega læsilegar og ná að draga fram helstu atriði á
skemmtilegan hátt. Seinni hluti bókarinnar er helgaður fmmgögnum,
svörum nemenda og kennara sem Pétur Hrafn Árnason hefur sett upp
í súlurit, grunntölum svaranna og loks em spurningalistamir birtir. Aftast
má finna samantekt á ensku, heimildaskrá, vísanir í hvar fjallað er um ein-