Saga - 2000, Síða 358
356
RITFREGNIR
boðið þeim þjónustu sína. Einnig hafði það sitt að segja um dvöl Jóns í
Þýskalandi á valdatíma nasista, að hann var kvæntur gyðingakonu.
Höfundur bókarinnar, dr. Carl-Gunnar Áhlen, er tónlistarritstjóri
Svenska Dagbladet og menntaður tónlistarmaður og hefur þannig forsend-
ur til að fjalla um Jón Leifs og tónsmíðar hans. Það er bæði kostur og galli,
að höfundur er útlendingur. Kosturinn er einkum sá, að hann hefur stað-
ið utan við þær deilur, sem staðið hafa um Jón Leifs og ætti því að geta
nálgast viðfangsefnið hlutlægt og fordómalaust. Gallinn er helstur sá, að
höfundur er lítt læs á íslensku, og getur það leitt til þess, að hann misskilji
ýmislegt. í formála kemur fram, að höfundur fjallar í bókinni einkum um
bréfaskipti Jóns Leifs og Anniear, konu hans, og tengsl þeirra við þýskt
menningarlíf á þriðja og fjórða áratugi aldarinnar. Helstu heimildir höf-
undar eru þvf einkaskjöl Jóns Leifs, sem varðveitt eru á handritadeild
Landsbókasafns, skrif þýskra dagblaða um Jón og verk hans, og greinar,
sem Jón Leifs birti í dagblöðum og tímaritum. Sömuleiðis styðst höfund-
ur við skrif annarra tónlistarhöfunda, og má þar nefna Áma Heimi Ing-
ólfsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Carl-Gunnar Áhlen hefur mörg und-
anfarin ár kynnt sér ævi og störf Jóns Leifs og látið frá sér fara greinar um
efnið. Þar ber hæst ítarlega grein í sænska tónlistartímaritinu Tonfallet
(nr. 5, 1989, íslensk þýðing í Lesbók Morgunblaðsins 8. september og 15.
september 1990). Einnig má nefna grein í Island (1. hefti, aprfl 1997), tfma-
riti Þýsk-íslenska félagsins í Köln, sem er að stofni til fyrirlestur, sem
Áhlen hélt á 23. íslandsmálþingi félagsins 30. nóvember 1996. Grein þessi
nefnist Jon Leifs - ein genialer Komponist, von niemanden ernst genommen (Jón
Leifs - snjallt tónskáld, sem enginn tók mark á).
Bókin hefst á umfjöllun um frumflutninginn á Sögusinfóniu Jóns Leifs
í Helsinki í október 1950, en viðbrögð gagnrýnenda vom með þeim hætti,
að þar varð Jón fyrir mestri niðurlægingu á ævinni, meiri en þegar Orgel-
konsert hans var fluttur í Berh'n 1941. Viðbrögð hinna norrænu tónlistar-
gagnrýnenda vom fyrst og fremst til marks um það, hve langt tónverk
Jóns vom fyrir utan meginstrauma, sem þá giltu í tónlist. Jón lét þó ekki
bugast við mótlætið, heldur hélt ótrauður sínu striki. Eftir að Jón lauk tón-
listamámi í Leipzig árið 1921 má skipta starfi hans á þriðja áratugnum í
fjóra hluta auk tónsmíða. í fyrsta lagi barðist hann fyrir þvf í heimsókn
hingað til lands sumarið og haustið 1921 að koma á fót tónlistarskóla, en
hann hreyfði því máli fyrst í blaðagrein árið 1919. Jón Leifs birti grein um
þetta hugðarefni sitt í Morgunblaðinu 14. ágúst 1921 og komst þar svo að
orði, að tónsmíðar íslenskra nútfðarmanna væm flestar undanrenna sæt-
kenndrar danskrar tónlistar, og væri betur, að þær hefðu aldrei litið dags-
ins ljós. Einnig sagði hann hijóðfæraleik hér á landi á mjög lágu stigi.
Þama kom í ljós sú tilhneiging hjá Jóni að láta málamiðlanir lönd og leið,
enda fékk hann alla hljómlistarmenn í landinu að undanskildum Páli ísólfs-
syni upp á móti sér. Því miður segir höfundur ekki frá þessu, og er það galli