Saga - 2000, Side 359
RITFREGNIR
357
á bókinni, þvf að þetta var upphafið að því, að margir landar Jóns Leifs
lögðu fæð á hann. Má að einhverju leyti rekja það til þessa atviks, að Jón
hætti við að taka þátt í samkeppni um tónverk fyrir Alþingishátíðina 1930.
Höfundur gerir hins vegar skilmerkilega grein fyrir öðrum þáttum í
starfi Jóns Leifs á þriðja áratugnum. Þar ber hæst tilraunir hans til að hasla
sér völl sem hljómsveitarstjóri, er mistókust, og fyrir bragðið áttu þau Jón
og Annie í miklu basli allan þriðja áratuginn. Sömuleiðis rekur hann um-
fangsmikil greinaskrif Jóns Leifs í þýskum dagblöðum og tímaritum um
tónlistarmál, m.a. hvemig ætti að túlka sígild tónverk, en Jón hafði
ákveðnar skoðanir á þvf. Höfundur fjallar einnig um ferðir, sem Jón Leifs
fór um landið til að skrifa niður og hljóðrita íslensk þjóðlög og um rann-
sóknir hans á þeim, en í þjóðlögunum fann Jón grundvöllinn að tónsmfð-
um sínum. Höfundur telur, að deilur, sem Jón átti við Hombostel, for-
stöðumann Phonogramm-Archiv í Berlín, hafi valdið því, að hann hætti
rannsóknum á íslensku þjóðlögunum, og getur sér þess einnig til, að verk-
efnið hafi lognast útaf af sjálfu sér. Líklegra er þó, að því hafi valdið mis-
heppnuð tilraun Jóns Leifs til að koma á fót árið 1930 íslenskum söng-
flokki erlendis til þess að æfa með honum „vor sérkennilegustu íslenzk
sönglög og til þess að ferðast með hann." Jón Leifs taldi, að hann væri orð-
inn svo kunnur sem íslenskur tónlistar- og þjóðlagamaður, að erlendis
væri beinlínis vænst einhvers af honum í þessa vem. Ekkert varð úr þess-
um áformum, eins og svo mörgum sem Jón hafði á prjónunum, vegna
þess að stuðningur fékkst ekki frá íslenskum stjómvöldum.
Þegar kemur að einum merkasta þættinum í starfi Jóns Leifs á þriðja
áratugnum, komu Fílharmóníusveitar Hamborgar hingað til lands, verð-
ur höfundi á í messunni. Hann segir (á bls. 129): „Verkefnið mikla sem
hann [þ.e. Jón Leifs] hafði varið til flestum vökustundum sínum ámm
saman varð loks að vemleika sumarið 1926." Hið rétta er, að veturinn
1924-25 stjómaði Jón Leifs Akademisches Orchester í Berlín, og það vom
félagar í þeirri hljómsveit, sem var hljómsveit áhugamanna, sem fyrstir
orðuðu það við Jón, að hann færi með hljómsveitina hingað til lands.
Hugmyndin var því ekki komin frá honum, heldur frá félögum í um-
ræddri hljómsveit, eins og Jón skýrði frá í viðtali við Vísi 24. október 1925.
Það æxlaðist hins vegar þannig, að Jón kom með Fflharmómusveit Ham-
borgar hingað til lands í júm' 1926.
Önnur missögn er í frásögninni af komu sveitarinnar á bls. 130. Þar
segir, að atvinnuhljómsveitir í Þýskalandi hafi starfað að jafnaði sjö mán-
uði á ári og flestir tónlistarmenn verið atvinnulausir frá 1. maf til septem-
berloka og sumir hafi bókstaflega orðið að svelta yfir sumarið. „Þótt at-
vinnuhorfur væru betri í stórborgunum reyndist Fflharmóníusveit Ham-
borgar ekki ófáanleg til að takast á hendur ævintýraferð til íslands.
Hljómsveitarmenn höfðu nýlega fengið boð um að árleg tónleikaferð til
Bayreuth hefði verið felld niður." Svo segir höfundur, en hið rétta er, að