Saga - 2000, Qupperneq 360
358
RITFREGNIR
eftir að óljósar fréttir birtust um það í þýskum blöðum snemma árs 1926,
að Jón Leifs ætlaði til íslands með þýska hljómsveit, höfðu ýmsar hljóm-
sveitir samband við hann og létu í ljós áhuga á að takast ferðina á hend-
ur. Meðal þeirra var Fílharmóníusveit Hamborgar, og þegar Jón skýrði
hljómsveitarmönnum frá því, að hann gæti ekki greitt þeim laun, kváðust
þeir vilja fara með honum til íslands án nokkurrar tryggingar fyrir laun-
um en aðeins gegn því að fá ferðakostnað og uppihald greitt. Ástæðan
fyrir þessu góða boði hljómsveitarmanna var sú, að þeir voru embættis-
merin Hamborgar með föst árslaun og fengu sex vikna sumarfrí. Auk þess
var engin hátíð haldin í Bayreuth þetta ár. (Sbr. Vísir 22. maí 1926, og
Morgunblaðið 2. júní 1926). Þegar ferðin var gerð upp, komu 35 mörk í hlut
hvers hljómsveitarmanns, og stjómandinn fékk 70 mörk. Þetta var allt og
sumt, sem Jón Leifs bar úr býtum.
Höfundur getur þess réttilega, að Jón og Annie urðu að veðsetja flygil
sinn til að af ferð hljómsveitarinnar gæti orðið, en bætir því við, að þau
hafi orðið að „bukka sig og beygja fyrir Alþingi íslendinga og borgarráð-
inu í Hamborg." Þetta ber víst að skilja svo, að Jón Leifs hafi sótt urrí styrk
til Alþingis vegna hljómsveitarferðarinnar, en hið rétta er, að hann sótti
um 4000 kr. árlegan styrk til nokkurra ára til að safna íslenskum þjóðlög-
um og vinna úr þeim. Alþingi hafnaði þessari beiðni. Rétt er, að borgar-
ráðið í Hamborg synjaði um styrk til hljómsveitarferðarinnar, en ekki
kemur fram í bókinni, að bæjarstjóm Reykjavíkur veitti 10000 kr. styrk til
ferðarinnar og þýska utanríkisráðuneytið 2000 mörk. Þá saknar undirrit-
aður þess, að höfundur lætur nægja að rekja aðeins fyrri hluta ræðu Jóns
Leifs á jámbrautarstöðinni í Hamborg. Síðari hluti ræðunnar er miklu
merkari, því að þar kemur fram, hvaða hug Jón bar til Þýskalands og af
hvaða sökum.
Höfundur segir frá frumflutningi á fyrsta tónverki Jóns, Þríþættri hljóm-
kviðu eða Trilogica piccola op. 1, í Karlsbad 28. nóvember 1925, en getur
þess ekki, hvaða viðtökur verkið fékk, og hafði þó íslenskt hljómsveitar-
verk aldrei verið leikið opinberlega fyrr. Ef marka má umsagnir í Karls-
bader Tageblatt 1. desember 1925 og í Deutsche Tageszeitung 4. desember
1925, sem vom birtar í Verði 3. apríl 1926, verður ekki annað séð en að
verkið hafi fengið góðar viðtökur hjá gagnrýndendum. Sama máli gegndi
þegar Þríþætta hljómkviðan var flutt í Bochum snemma árs 1927 (Vörður
7. maí 1927).
Undirtitill bókarinnar er Tónskdld ímótbyr, og fer ekki hjá því, að lesend-
ur fái þá hugmynd, að dvöl Jóns Leifs í Þýskalandi frá 1916-44 hafi verið
samfelld þrautaganga. Svo var þó ekki, og að mati undirritaðs er þetta
helsti galli bókarinnar, að höfundur hyllist til að draga upp dekkri mynd
af ferli Jóns þar í landi en efni standa til. Á þetta einkum við um tímabil-
ið 1929-37, þegar vegur Jóns var mestur í Þýskalandi.
Höfundur getur þess, að verkið Minni íslands (íslandsforleikur) op. 9