Saga - 2000, Qupperneq 361
RITFREGNIR
359
var flutt á tónlistarhátíð Norræna félagsins þýska í Kiel sumarið 1929, en
minnist ekki á þær góðu viðtökur, sem verkið fékk, né að í kjölfarið var
Jón beðinn að halda íslenska tónleika fyrir ýmsar útvarpsstöðvar á meg-
inlandinu. Má þar nefna danska og sænska útvarpið, margar þýskar út-
varpsstöðvar og nokkrar svissneskar. Reyndar komu Jón og Annie fram í
norska útvarpinu um miðjan nóvember 1928. Hann stjómaði þar íslenska
þjóðsöngnum og forleik sínum að Galdra-Lofti, en Annie lék píanóverk
eftir mann sinn, og hann lék 25 íslensk þjóðlög á píanó. Að auki hélt Annie
tvenna sjálfstæða tónleika í norska útvarpinu. Fátt er kunnugt um þenn-
an þátt í ævi Jóns, og væri vert að kanna hann nánar.
Höfundur lætur einnig hjá líða í umfjöllun um frumflutning á íslands-
kantötunni Þjóðhvöt í Greifswald í nóvember 1930 að geta hinna lofsam-
legu dóma, sem verkið og flutningur þess fengu f þýskum blöðum
(sbr. t.d. Nordische Rundschau, 1. hefti, janúar 1931, þar sem vitnað er í mjög
lofsamlega umsögn tónlistargagnrýnandans dr. Emsts Krienitz), heldur
lætur að því liggja, að verkinu hafi verið fálega tekið (sbr. bls. 160), en því
fór fjarri. Þess vegna var engin furða, þó að Jón gerði sér vonir um heið-
ursdoktorsnafnbót í kjölfar fmmflutningsins á Þjóðhvöt.
Þá virðist höfundur ekki hafa áttað sig á því, hve mikill vegur Jóns var
í Þýskalandi á fyrstu ámm Þriðja ríkisins. Það stafaði m.a. af því, að kenn-
ingar hans um þjóðlegar rætur listanna, sem vom sprottnar af rannsókn-
um hans á íslenskum þjóðlögum, og þjóðernisstefna hans, sem mnnin var
af sjálfstæðisbaráttu íslendinga, féllu í góðan jarðaveg hjá ýmsum hug-
myndafræðingum þýskra nasista, eins og sjá má af persónukorti Jón Leifs
hjá Gestapo, sem er birt að hluta til á bls. 95. Fyrir bragðið var látið tals-
vert með Jón í þýskum blöðum og verk eftir hann m.a. flutt tvívegis í Fíl-
harmómunni í Berlín. Höfundur getur beggja tónleikanna en lætur þess af
einhverjum ástæðum ekki getið, hverjar viðtökur verk Jóns fékk á fyrri
tónleikunum í maf 1935. Þar vom einnig flutt verk eftir Grieg og Sibelius.
Eftir Jón Leifs var fluttur íslandsforleikur op. 9, og fékk hann góða dóma
(sbr. Berlínarblöðin Nachtausgabe 24. maí 1935, Das 12 Uhr Blatt 24. maí
1935, Neue Zeit 26. maí 1935 og Germania 28. maí 1935). Var Jón í einu
blaðanna kallaður nokkurs konar Strawinski norðursins.
Höfundur segir (bls. 171), að Jón hafi aðeins notið velgengni í Þýska-
landi, þegar Orgelkonsertinn var frumfluttur í Wiesbaden í apríl 1935, en
þarna er fulldjúpt tekið í árinni. Þegar kemur að umfjöllun um síðari tón-
Ieikana í Fílharmóníunni í mars 1936, þar sem ásamt verkum Jóns, ís-
landskantötunni, Þnþættu hljómkviðunni og Rímnadönsum, vom einnig
flutt verk eftir Wagner, segir höfundur, að gagnrýnendur hafi verið reiðu-
búnir að salla Jón niður, og birtir hrafl úr tveimur neikvæðum dómum
þessari fullyrðingu til staðfestingar. Hann lætur hins vegar hjá líða að geta
jákvæðra dóma, sem birtust m.a. í Berlínarblöðunum Der Angriff, 16. mars
1936, Völkischer Beobachter 19. mars 1936 (aðalblöð nasista í Berlín), og