Saga - 2000, Qupperneq 362
360
RITFREGNIR
Berliner Tageblatt 19. mars 1936. Hins vegar var gagnrýnandi Berliner Lokal-
Anzeiger (19. mars 1936) ekki jafnhrifinn.
Höfundur nefnir heldur ekki tónleika, sem Þýskalandsdeild Félags tón-
listar Jón Leifs efndi til í Berlín í maí 1936, þar sem söngvarar fluttu við
píanóundirleik íslensk þjóðlög og þjóðlagaútsetningar Jóns. Meðal þeirra,
sem sóttu þennan listviðburð voru fulltrúar áróðursmálaráðuneytisins og
menningarstofnunar nasistaflokksins (NS-Kulturgemeinde). Tónleikamir
fengu jákvæða dóma í þýskum blöðum, og í umsögn í Völkischer Beobacht-
er (20. maí 1936), aðalmálgagni þýska nasistaflokksins, var Iögð áhersla
á, að á íslandi hefði þjóðlagatónlist haldist ómenguð öldum saman, af
því að blóð landsmanna hefði ekki spillst. Þá má nefna lofsamleg ummæli
um Jón í sama blaði (22. apríl 1936) í yfirlitsgrein um íslenska tónlist.
Höfundur getur þess ekki heldur, að íslandskantatan fékk góðar viðtökur
á tónlistarhátíð Fastaráðs tónskálda í Dresden í maí 1937, þegar kaflar úr
henni voru hljóðritaðir fyrir Ríkisútvarpið. Sama ár var flutningur á verk-
um Jóns bannaður í Þýskalandi, vegna þess að hann neitaði að skilja við
konu sfna. Eins og kemur fram í bókinni, var nokkrum sinnum veitt und-
anþága frá þessu banni. Ýmsir hafa orðið til að draga í efa, að flutningur
á verkum Jóns Leifs hafi verið bannaður, t.d. Árni Heimir Ingólfsson í
þáttum, sem hann flutti í Ríkisútvarpinu s.I. vor. Enginn vafi leikur hins
vegar á þessu, því að til er opinbert skjal, þar sem þetta kemur greinilega
fram. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu, að ekkert bendi til þess að
Jón hafi starfað fyrir þýsk stjómvöld eða boðið þeim þjónustu sína á
valdatíma nasista, og getur undirritaður tekið undir það.
Ýmsar missagnir eru í bókinni, og má rekja sumar þeirra til lítillar
íslenskukunnáttu höfundar og ókunnugleika hans á íslenskum málefn-
um. Verður drepið á hinar helstu hér. Á bls. 32 segir, að Jón og Annie hafi
flust árið 1922 til Halle, þar sem Salóme, systir Jóns, hafi átt heima með
manni sínum, dr. Nagel. Hið rétta er, að Salóme og dr. Nagel giftust árið
1931 í Leipzig. Á bls. 34 segir frá tónleikum í Dortmund í desember 1922,
þar sem Kurt Haeser kom fram. Síðan segir, að Haeser hafi fjómm ámm
síðar sagt upp stöðu sinni í Dortmund og flust til Akureyrar til að efla ný-
stofnaðan tónlistarskóla þar. Hann kom hins vegar til Akureyrar í febrúar
1923, eins og lesa má í grein eftir Jón Leifs í tónlistartímaritinu Hellweg 19.
desember 1923, sem vitnað er til í bókinni í öðru samhengi (bls. 156).
Verðlaunavísa Jóns Leifs (bls. 54) birtist í Vísi en ekki í Morgunblaðinu.
Magdeburg er sögð höfuðstaður í prússneska héraðinu Sachsen (bls. 117)
en á að vera Sachsen-Anhalt. Þá er ofmælt (bls. 180), að póst- og símasam-
göngum hafi fyrst verið komið á frá íslandi til Danmerkur og Englands í
ágúst 1935. Það var símasamband, sem komst á við útlönd í ágúst 1935.
Jarðfræðingurinn Herrmann, sem nefndur er á bls. 180 og er í nafnaskrá
sagður vera Paul Herrmann, var Emst Herrmann. Það vekur furðu und-
irritaðs að lesa á bls. 205, að Ernst Zuchner hafi fengið margar norrænar