Saga - 2000, Síða 363
RITFREGNIR
361
heiðursviðurkenningar að síðari heimsstyrjöldinni lokinni. Er hér ekki átt
við norrænu orðumar, sem hann fékk, þegar hann fór með málefni Norð-
urlanda í áróðursmálaráðuneytinu? Fráleitt er að fullyrða (bls. 220), að
Ragnar H. Ragnar hafi gengið í ábyrgð fyrir Jón Leifs að lokinni yfir-
heyrslu yfir honum við heimkomuna 1945. Höfundur nefnir ekki þátt
Ragnars Stefánssonar majórs í yfirheyrslurini, en ef um slíka ábyrgð hefði
verið að ræða, hefði Ragnar Stefánsson veitt hana, því að hann var hærri
í tign en Ragnar H. Ragnar. Höfundur segir (á bls. 237), að eftir stn'ð hafi
komið til íslands allmargir þýskir og austurnskir menntamenn, sem hafi
flúið Hitler. Álíta verður, að hér sé átt við flóttamennina, sem komu hing-
að fyrir stríð, enda nefnir höfundur í þessu sambandi þá Róbert Abraham
Ottósson og Victor Urbandc, sem komu hingað til lands á fjórða áratugn-
um. Þá gætir misræmis, þar sem segir á bls. 63, að Jón hafi aldrei orðið
Miðevrópumaður í hug eða hjarta, en á bls. 81 er hann sagður næstum
jafnmikill Miðevrópumaður og Annie.
Ekki má skilja aðfinnslumar hér að framan svo, að að bókin sé alvond,
því að svo er ekki. Það leynir sér ekki, að þaulvanur blaðamaður heldur
hér á penna, ef svo má að orði komast, því að frásögnin er lipur og fjör-
leg. Höfundur kemst jafnvel á flug, þegar best lætur, en stundum vill það
verða á kostnað nákvæmninnar. Með tilvitnunum í einkabréf Jóns dregur
hann upp skýra mynd af honum með kostum hans og göllum, basli hans
og Anniear og hjónabandi þeirra, þar sem gekk á ýmsu, og vonbrigðum og
ósigrum, sem vörðuðu veg Jóns Leifs. Með nokkrum sanni má segja, að eini
verulegi sigurinn, sem hann vann á lífsleiðinni, hafi verið sá, að hann var
ætíð sjálfum sér samkvæmur í tónsmíðum sínum og uppsker nú rúmum 30
árum eftir dauða sinn, að verk hans njóta æ meiri útbreiðslu og virðingar.
Aðalkostur bókarinnar og það, sem mestur fengur er að, er umfjöllun
höfundar um tónverk Jóns Leifs, þar sem hann gerir grein fyrir tilurð þeirra og
skilgreinir þau og lýsir þeim ítarlega, enda er höfundur þar á heimavelli.
Undirrituðum finnst a.m.k. sem leikmanni í tóniistarefnum að þama sé varp-
að nýju Ijósi á tónsmíðar Jóns Leifs og þær gerðar aðgengilegar almenn-
ingi. Þá er einnig akkur í skrám, sem fylgja bókinni, en þar ber hæst ítar-
leg drög að verkaskrá Jóns Leifs og drög að skrá um rit, greinar o.fl. eftir hann.
Að öllu samanlögðu og þrátt fyrir aðfinnslur er góður fengur að þess-
ari bók, og hún leggur sem brautryðjandaverk góðan gmnn fyrir þá, sem
si'ðar meir munu fjalla ítarlegar um Jón Leifs en hér er gert.
Þýðing Helgu Guðmundsdóttur er hin prýðilegasta, en þó hefði undir-
ritaður kunnað betur við, að staðarheitin Sachsen (Saxland) og Schwarz-
wald (Svartiskógur) hefðu verið íslenskuð til samræmis við Bæjaraland
og Slésvík-Holstein.
Að þvf er frágang varðar, hefði prófarkalestur mátt vera betri, og auk
þess er ruglingur á tilvísunum í heimildir í lok 4., 5. og 15. kafla.
Ásgeir Guðmundsson