Saga - 2000, Síða 368
366
RITFREGNIR
inn skáldskapur og ljóðmæli Magnúsar eins og þau gerðu í upprunalega
textanum. Auk þess er í bókinni eitt þemaverkefni. Þar eru tíndar til allar
þær dagbókarfærslur og sendibréf sem fjalla um tilhugalff Magnúsar, auk
þess sem birt er stutt brot úr ævisögu Kristínar Jónsdóttur frá Dröngum
þar sem hún segir frá stuttu ástarævintýri þeirra. Þetta er að mörgu leyti
skemmtilegasti kaflinn í bókinni, enda er hér búið að sía textann og safna
saman því bitastæðasta þannig að lesandanum er hlíft við að fylgja dag-
bókarritara skref fyrir skref í gegnum gráan og tilbreytingarlausan hvers-
daginn. í bókarlok eru svo birt fáein sendibréf og annar samtíningur. Mér
finnst reyndar galli að kippa þeim út úr meginfrásögninni, til dæmis eru
þar tvö svarbréf til Kristínar sem betur hefðu átt heima í kaflanum um til-
hugalífið.
Eitt af því sem gerir dagbókina sérstaka er að höfundurinn, Magnús Hj.
Magnússon, er meðvitað að skrifa vitnisburð um samtíð sína, fyrir lesend-
ur framtíðarinnar, þar sem megináherslan er lögð á kjör Iítilmagnans.
Hann ávarpar ítrekað ímyndaða lesendur og komandi kynslóðir, og það
er greinilegt að hann vill að saga sín fari sem víðast. Sem lesandi nú við
aldahvörf er ég fegin að hafa fengið tækifæri til að kynnast sögu og örlög-
um þessa manns með hans eigin orðum, þar sem það er svo greinilega
einlægur vilji hans.
Síðari bókin, Elskulega móöir mi'n, byggir á sendibréfum Önnu Guðrún-
ar Eirfksdóttur, Jóns Jónssonar Borgfirðings og barna þeirra sex: Guðrún-
ar, Finns, Klemensar, Guðnýjar, Villhjálms og Ingólfs, auk þess sem Sigur-
jóna Jónsdóttir, dóttir Jóns Borgfirðings, á bréf í bókinni. Ólíkt dagbókum
Magnúsar þá var það aldrei ætlun bréfritara að bréfin kæmu fyrir al-
menningssjónir. Þetta eru persónuleg einkabréf, þar sem bréfritarar deila
í fullum trúnaði tilfinningum sínum, vonum, væntingum og vonbrigðum
með viðtakanda bréfsins, og iðulega er tekið fram að efni þeirra sé trún-
aðarmál og þau ekki ætluð öðrum til aflestrar. Fyrir vikið sat ég oft á tíð-
um uppi með þá óþægilegu tilfinningu að ég væri að hnýsast í eitthvað
sem mér kæmi alls ekki við, og væri þar með að svipta löngu látna bréf-
ritara réttinum til einkalífs.
Inngangur Sigrúnar er umtalsvert styttri en inngangur Kraftbirtingar-
hljómsins (26 bls. í stað 86 hjá SGM ). Lesendur fá þvf minni hjálp af út-
gefandans hálfu og eru verr undir það búnir að takast á við þær rúmlega
300 blaðsfður af misskemmtilegum sendibréfum sem á eftir fara. Sigrún
fer þá leið að þemaskipta bréfunum og rita síðan stutta inngangs- eða
kynningarkafla með hverju þema þar sem hún dregur í stuttu máli fram
einkenni orðræðunnar sem á eftir fer, svo og aðstæður þeirra sögupersóna
sem í hlut eiga. Hún hefur valið að birta bréf hvers bréfritara sem sam-
fellu, í stað þess að láta bréfin kallast á en fyrir vikið er hætt við að lesand-
inn missi tilfinninguna fyrir því samskiptaneti sem sendibréfin mynda.
Til dæmis birtast bréf Önnu Guðrúnar í belg og biðu og mynda eintal