Saga - 2000, Page 370
368
RITFREGNIR
Heimildaútgáfa af þessu tagi er skilgetið afsprengi, en um leið for-
senda, rannsóknarhefðar sem nýverið hefur rutt sér til rúms hér á landi,
nefnilega einsögu (e. microhistory). Sigrún, en þó einkum Sigurður Gylfi,
hafa farið í fylkingarbrjósti við að hasla þessari nýju stefnu völl innan ís-
lenskrar sagnfræði. Einsagan gefur sér að maðurinn sé mótaður af ríkj-
andi orðræðu og gildismati samfélagsins, án þess þó að vera fangi henn-
ar. Rannsóknarefni einsögufræðinga er því „frelsi einstaklingsins innan
ákveðinnar menningarheildar." (SS, bls. 35.) Þá gengur einsagan út frá því
að hver einstaklingur sé óvenjulegur eða sérstakur og hafnar tilraunum
sagnfræðinga til að draga fram meðalmennið eða hinn dæmigerða út frá
meðaltalsforsendum félagsvísinda. Einsögufræðingar nota þess í stað hið
órökrétta og sérstaka til þess að varpa ljósi á virkni samfélagsins. Utan-
garðsmaður eins og Magnús Hj. Magnússon er þannig eftirsóknarvert
viðfangsefni, ekki einungis vegna þess að saga hans er skemmtileg og
áhugaverð, heldur einmitt fyrir þær sakir að hann reynir á þanþol samfé-
lagsgerðarinnar (SGM, bls. 91). í anda einsögunnar, og undir sterkum
áhrifum frá póstmódemisma, veltir Sigrún sér talsvert upp úr tengsl-
unum á milli lesenda, frumtexta og sannleika fortíðarinnar. Til þess að
trufla ekki það samband reynir hún að draga sem mest úr áhrifum sínum
sem fræðimanns. Hún leggur áherslu á að hennar uppröðun á bréfunum
sé aðeins tillaga, en ekkert sem fólk þarf að rígbinda sig við, og hún hvet-
ur lesendur til að „sniðganga" tengikaflana til að draga úr þeim áhrifum
sem uppsetning bókarinnar, og þar með fræðimaðurinn, hefur á túlkun
lesenda. Þessar vangaveltur kalla fram áleitna spumingu sem hér verður
velt upp, en ekki endilega svarað. Nefninlega að hvaða marki nútíma les-
endur, sem lítið þekkja til sögu nítjándu aldar, hafa forsendur til að túlka
þann fortíðarveruleika sem textamir birta, og þar með höndla „samhengi
sem í er að finna ákveðinn sannleika um fortíðarvemleikann sjálfan" (Sig-
rún Sigurðardóttir, „Tveir vinir", bls. 169), án þess að sú túlkun, „sann-
leikur" og merkingarsambönd kafni í fordómum nútfmans. Kannski þurf-
um við einmitt svolitla hjálp frá sérfræðingum, t.d. sagnfræðingum sem
rannsakað hafa viðfangsefnið ofan í kjölinn, til þess að við getum nálgast
þá ólíku menningarheima sem heimildimar birta á fordómalausari hátt. í
það heila tekið er þó full ástæða til að fagna þessari nýju viðbót við ís-
lenska sagnfræðiflóru. Þá er ástæða til að hrósa sérstaklega útliti og frá-
gangi bókanna. Alda Lóa Leifsdóttir hefur hannað bókakápumar af slíku
listfengi og smekkvísi að eftir er tekið, og er óvenjulegt að rekast á svo
eigulegar og fallegar kiljuútgáfur á íslandi.
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir