Saga - 2000, Side 373
Frá Sögufélagi
Aðalfundur Sögufélags árið 1999 var haldinn í Þjóðarbókhlöðu 18. sept-
ember. Forseti félagsins setti fundinn og minntist síðan þeirra félags-
manna, sem stjóminni var kunnugt um að látist hefðu frá síðasta aðal-
fundi 19. september 1998. Þeir vom:
Andrés Bjömsson, Bjöm Bjamason, Bragi Eiríksson, Jakob Benedikts-
son, Jónas Gíslason, Karl Strand, Magnús Torfi Ólafsson, Reynir Unn-
steinsson, Rútur Halldórsson, Sigurður Ármarmsson, Sigurður Ásgeirs-
son, Sverrir Einarsson, Þorgeir Rúnar Kjartansson og Þorleifur Einarsson.
Að loknum minningarorðum var gengið til venjulegra aðalfundar-
starfa. Fundarstjóri var kosinn Einar Laxness og Guðmundur J. Guð-
mundsson fundarritari.
Dagskrá aðalfundarins hófst með því, að forseti flutti skýrslu stjórnar
og greindi frá helstu málum á liðnu starfsári. Stjóm Sögufélags kom sam-
an til fyrsta fundar síns 13. október 1998 og skipti með sér verkum eins og
mælt er fyrir um í 3. grein í lögum félagsins. Heimir Þorleifsson var þá
kosinn forseti, Loftur Guttormsson gjaldkeri og Svavar Sigmundsson
ritari. Aðrir í aðalstjórn á starfsárinu vom Björn Bjarnason og Hulda
Sigurborg Sigtryggsdóttir, en varamenn vom Sigurður Ragnarsson og
Guðmundur J. Guðmundsson. Tóku varamenn eins og áður fullan þátt í
störfum stjórnar. Formlegir stjórnarfundir á þessu starfsári, þ.e. milli
aðalfunda, vom 11 auk funda einstakra stjómarmanna um ýmis mál.
Aðalverkefni félagsins á starfsárinu var eins og áður að halda úti tíma-
ritum þess Sögu og Nyrri sögu. Er þetta fimmta árið, sem sameiginleg rit-
nefnd er fyrir bæði ritin. í ritnefndinni sátu Guðmundur J. Guðmundsson,
Guðmundur Jónsson og Sigurður Ragnarsson. Náinn samstarfmaður
þeirra var sem fyrr Valgeir Emilsson í Repró, en hann sá um allan undir-
búning að prentvinnslu tímaritanna.
Fjórða hefti af Nýrri sögu undir sameiginlegu ritstjóminni kom út í des-
ember 1998, og var 107 blaðsíður að stærð auk nokkurra síðna með aug-
lýsingum. Að þessu sinni vom ekki neinar svonefndar styrktarkveðjur í
Nýrri Sögu, en reynt var að afla auglýsinga. Vom þær einkum um sagn-
fræðibækur, sem út komu á síðustu jólavertíð. Að venju vom greinar í
Nýrri sögu úr ýmsum áttum og mjög myndskreyttar. Meðal þeirra má
nefna grein Vésteins Ólasonar um Halldór Kiljan Laxness og foma sagna-
hefð, grein Harðar Vilbergs Lámssonar um hemám hugans, þ.e. áhrif
Keflavíkursjónvarpsins á íslenskt þjóðemi og grein Kristjáns Sveinssonar