Saga - 2000, Page 374
372
FRÁ SÖGUFÉLAGI
um flutning sauðnauta til fslands. Minnst var 100 ára afmælis Miðbæjar-
skólans og margt fleira var f heftinu.
Fimmta hefd Sögu undir sameiginlegu ritstjóminni kom út í byrjun júní
1999 og var það 332 síður auk styrktarkveðja. í byrjun heftisins voru
prentuð orð Helga Þorlákssonar um Jakob Benediktsson, sem flutt voru,
þegar Jakob var kjörinn heiðursfélagi Sagnfræðingafélags íslands árið
1994. Þá ritaði Kristján Bersi Ólafsson stutta minningargrein um Jón Thor
Haraldsson og endaði greinina á þessari vísu eftir Jón
Það er ávallt sama saga
Sagnfræðingar bjóða út her,
fylkja liði og fara að laga
fortíðina í hendi sér.
Það eru fimm höfundar, sem „laga fortíðina í hendi sér" f Sögu 99.
Steinþór Heiðarsson rýnir í sjálfsmynd Vestur-íslendinga, Guðmundur J.
Guðmimdsson skrifar um rannsókn sfna á erlendum heimildum um
samningaviðræður íslendinga og Breta í þorskastríðinu 1958-61 og
Arma Agnarsdóttir spyr, hvort gerð hafi verið bylting á íslandi sumarið
1809. Þá fjallar Helgi Þorsteinsson um vinnuaflsskort og erlent verka-
fólk á íslandi 1896-1906 og Jenny Jochens um þjóðir og kynþætti á fyrstu
öldum íslandsbyggðar. Sverrir Jakobsson þýddi grein Jennyar. í þessu
hefti Sögu, hinu 37. í röðinni, eru umsagnir um 26 rit sagnfræðilegs efnis.
Eftir umfjöllun um tímaritin vék forseti að annarri útgáfustarfsemi fé-
lagsins frá síðasta aðalfundi, en á árinu 1998 voru tímaritin hið eina sem
Sögufélag gaf út og taldi hann, að kannski mætti kalla það háttarlag ein-
hvers konar hvíld eftir mikla útgáfustarfsemi árið 1997. Forseti sagði, að
á hinn bóginn hafi talsvert verið unnið að undibúningi rita, sem koma
eiga út á næstu árum. og nefndi Sögu 20. aldar, Sögu stjómarráðsins,
Sýslu- og sóknalýsingar Múlasýslna, Acta Yfirréttarins og Brevis
Commentarius.
Um Sögu 20. aldar sagði forseti, að ritun hennar væri vel á veg komin,
en höfundur er Helgi Skúli Kjartansson og í ritnefnd að verkinu em Guð-
mundur Jónsson, Guðjón Friðriksson og Gunnar Karlsson. Er þess að
vænta, að verkið komi út árið 2000, en þá em liðin níu ár siðan hin vin-
sæla íslandssaga Björn Þorsteinssonar og Bergsteins Jónssonar kom út
hjá Sögufélagi. Hefur sú bók verið félaginu drjúg búbót síðustu ár. Gert
er ráð fyrir að 20. aldar sagan verði í sama broti og íslandssaga til okkar daga
og svipi sem mest til hennar í útliti.
Þá kom fram hjá forseta, að tekin hefur verið ákvörðun um að gefa út
Sögu Stjórmrrdðs íslands, sem tæki við, þar sem sögu Agnars Kl. Jónsson-
ar sleppir og verði því einkum fjallað um tímabilið eftir 1964. Sögufélag
mun gefa ritið út, en Forsætisráðuneytið hefur forræði verkefnisins og
leggur til þess fjármuni. Á ritið að koma út á 100 ára afmæli Stjómarráðs-