Saga - 2000, Page 375
FRÁ SÖGUFÉLAGI
373
ins 1. febrúar árið 2004. Skipuð hefur verið ritnefnd með fulltrúum Sögu-
félags og Þjóðskjalasafns og undir formennsku Bjöms Bjamasonar
menntamálaráðherra. Ritnefndin auglýsti eftir verkefnisstjóra fyrir þetta
verk, en ýmsar leiðir koma til greina varðandi það, hvemig tekið verður
á því. Hefur Sumarliði R. ísleifsson sagnfræðingur verið ráðinn verkefn-
isstjóri og lagði hann fyrir lok janúarmánaðar síðastliðinn fram tillögu um
efnisinnihald ritsins og útgáfuform.
Þriðja verkefnið, sem unnið er að á vegum Sögufélags, er útgáfa á sýslu-
og sóknalýsingum Múlasýslna. Söguáhugamenn í héraði þ.á m. Grfmur
M. Helgason, sem nú er látinn, unnu að uppskriftum úr handritum. Verð-
ur útgáfan með sama sniði og útgáfur Sögufélags á samskonar sýslu- og
sóknalýsingum úr Ámessýslu og Skaftafellssýslum. Menningarsjóður hef-
ur lofað styrkveitingu til þessa verkefnis og austfirskir samstarfsaðilar
munu leggja eitthvað af mörkum. Má vænta þess, að Sýslu- og sóknalýsing-
ar Múlasýslna komi út á árinu 2000.
Fljótlega eftir að útgáfu Alþingisbóka íslands lauk árið 1990, var þess
farið á leit við forsætisnefnd Alþingis, að hún veitti Sögufélagi styrk til
þess að gefa út tvö bindi af gerðum Yfirréttar Alþingis og svokallaðra
extralögþinga. Efnislega og að ytra búningi ættu þessi tvö bindi samleið
með Alþingisbókunum. Yfirrétturinn var stofnsettur með tilskipun árið
1563, en hann starfaði lítið og em aðeins varðveittar dómabækur hans að
hluta til frá 18. öld. Extralögþing vom haldin utan venjulegs þingtíma f
sakamálum, landamerkjamálum og verslunarmálum. Em dómsgerðir
þeirra varðveittar á víð og dreif í skjalasöfnum stiftamtmanna og amt-
manna. Gunnar Sveinsson skjalavörður gaf eins og kunnugt er út síðustu
átta bindi Alþingisbókanna. Undirbúningur undir útgáfu Yfirréttarskjal-
anna hefur frá byrjun verið í höndum hans og hefur hann unnið mikið við
þetta verk með stuðningi þjóðskjalavarðar. Lauk textayfirferð og inn-
slætti á síðasta ári. Eftir er að fullbúa textann til prentunar, gera manna-
nafna- staðanafna- og atriðaskrá. Ljóst er að þessi útgáfa er háð veruleg-
um stuðningi Alþingis og hefur verið leitað eftir honum.
Forseti lauk umfjöllun sinni um útgáfubækur framtíðar með því að
minna á, að árið 2002 verður Sögufélag 100 ára. Stjóm félagsins hefur lit-
illega hugsað til þessa afmælis og samþykkt að fara þess á leit við Einar
Laxness, fyrrverandi forseta félagsins, að hann riti sögu þess og komi hún
út á 100 ára afmælinu þ.e. vorið 2002.
Sögufélag hefur eins og kunnugt er haft samvinnu við nokkur fræða-
félög um dreifingu bóka þeirra og tímarita. Er hér einkum um að ræða
Fræðafélagið í Kaupmannahöfn og Hið íslenska Þjóðvinafélag. Hjá
Fræðafélaginu kom ekki út neitt rit á starfsárinu en fyrir Þjóðvinafélagið
var sem fyrr dreift Almanakinu og Andvara. Almanakiö hefur sem áður
verulega útbreiðslu og Andvari er í sókn sem áhugavert bókmenntatímarit.
Forseti minnti á, að í skýrslum stjómar á aðalfundi hefur jafnan verið