Saga - 2000, Side 376
374
FRÁ SÖGUFÉLAGI
farið yfir starfsemina milli aðalfunda, en hins vegar eru reikningar miðað-
ir við síðasta heila almanaksár og sá reikningur, sem kynntur var fundin-
um, var því fyrir árið 1998. Hann gaf þvf miður til kynna að tap hefði ver-
ið á rekstri félagsins á því ári og er það í fyrsta sinn síðan 1990 sem tap
hefur verið á rekstri Sögufélags. Meginorsök þessa taps er sú, að sala hef-
ur minnkað á tímaritum félagsins, þ.e. félagsmönnum hefur fækkað. Eldri
félagsmenn hverfa og nýir koma ekki í staðinn. Svo virðist sem margt
fræðafólk telji sig ekki þurfa að eignast fræðileg tímarit heldur lætur duga
að lesa þau á bókasöfnum og krækir sér kannski í ljósrit, ef nauðsyn er tal-
in á ftarlegri skoðun. Við þennan vanda eiga öll íslensk fræðitímarit að
glíma. Forseti bætti því við, að síðustu ár hafi fækkun félagsmanna í
Sögufélagi ekki komið fram í reikningum félagsins, þar sem tekist hefði
að afla tekna með öðrum hætti en með áskriftum að tímaritunum, þ.e.
með styrktarkveðjum svokölluðum og tekjum af umboðssölu. Tekjur af
sölu einstakra sagnfræðirita frá öðrum forlögum og héraðstímarita í búð
félagsins, sem voru áður nokkur búbót, einkum fyrir jólin, eru hins vegar
orðnar sáralitlar og er Sögufélag þar á báti með bókaverslunum í landinu,
sem mega búa við siðlaus undirboð „hagbónuskaupmanna" síðustu vik-
umar fyrir jól. Erfitt er að sjá, hvemig bregðast á við þessum breytingum,
en meðal þess sem verið er að reyna, er að koma upp heimasíðu Sögufé-
lags á netinu. Verður hún tvenns konar, almenn kynning á félaginu ann-
ars vegar og hins vegar sölulisti bóka og tímarita félagsins. Yrði þar að
finna efnislista tímaritanna, svo að menn geti frekar keypt eldri hefti ef
þeir sæktust eftir greinum í þeim, en eldri hefti em seld á mjög lágu verði.
Þá fá menn viðkomandi grein og einhvem bónus með í öðmm greinum.
Forseti lauk skýrslu sinni með því að þakka öllum félagsmönnum
tryggð við félagið, stjómarmönnum og starfsmanni ágæt störf í þágu hins
aldna félags, sem er þó vonandi ekki alltof aldurhnigið.
Loftur Guttormsson, gjaldkeri Sögufélags, lagði fram reikninga þess
fyrir árið 1998, og vom þeir samþykktir án athugasemda. Þá var gengið
til stjómarkjörs og skyldu þeir Heimir Þorleifsson og Svavar Sigmunds-
son ganga úr stjóm, en þeir gáfu báðir kost á sér aftur og vom endur-
kjörnir til aðalfundar 2001. Varamenn til aðalfundar 2000 voru kjörnir
Sigurður Ragnarsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Endurskoðendur
vom kjömir Halldór Ólafsson og Ólafur Ragnarsson, en til vara Helgi
Skúli Kjartansson.
Að loknu stjórnarkjöri voru önnur mál á dagskrá og tók þá Björn S.
Stefánsson til máls. Hann kvartaði undan því, að í efnisþættinum „Frá
Sögufélagi" í Sögu 1999 hefði ekki verið minnst á bréf sem Bjöm sendi að-
alfundinum 1998. Taldi Bjöm, að þessi efnisþáttur væri fundargerð aðal-
fundar og því hefði átt að nefna þetta bréf. í bréfinu kvartaði Bjöm und-
an því, að sér hefði verið neitað um rými í Sögu fyrir athugasemd varð-
andi ummæli í grein Gísla Gunnarssonar í Sögu 1995. Forseti svaraði Birni