Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 44
44 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Ernst & Young hf., Borgartúni 30 Félag skipstjórnarmanna, Grensársvegi 13 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 Gáski sjúkraþjálfun ehf., - Bolholti og Mjódd, Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gjögur hf., Grenivík, Kringlunni 7 Heilsubrunnurinn ehf., nuddstofa, Kirkjuteigi 21 Henson Sports Europe á Íslandi hf., Brautarholti 24 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Kemis ehf., Breiðhöfða 15 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Löndun ehf., Kjalarvogi 21 MD vélar ehf., Vagnhöfða 12 Mirage slf., Lyngrima 3 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Seljakirkja, Hagaseli 40 Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Suzuki bílar hf., Skeifunni 17 Tannlæknastofa Helga Magnússonar, Skipholti 33 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Vélaverkstæðið Kistufell ehf., Tangarhöfða 13 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Seltjarnarnes About Fish Íslandi ehf., Austurströnd 3 Kópavogur Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Garðabær Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir - umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4 Hafnarfjörður PON - Pétur . Nikulásson ehf., Melabraut 23 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Hlaðbær - Colas hf., malbikunarstöð, Gullhellu 1 Reykjanesbær Íslenska félagið ehf., Iðavöllum 7a Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehf., Skólavegi 10 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 HVAR ERU ÞAU Í DAG? Einar Vilhjálmsson Einar Vilhjálmsson er tvímælalaust í hópi fremstu íþróttamanna sem fram hafa kom- ið á Íslandi. Einar keppti á þremur Ólympíu- leikum, fyrst á leikunum í Los Angeles 1984 þar sem hann lenti í sjötta sæti, 1988 í Seoul og loks í Barcelona 1992. Einar var þrívegis kjörinn íþróttamaður ársins, 1983, 1985 og 1988. Hann skipaði sér á bekk á meðal fremstu spjótkastara í heiminum og setti Íslands- og Norðurlandamet í grein- inni. Þremur vikum eftir Ólympíuleikana í Barcelona bætti Einar Íslandsmetið veru- lega þegar hann kastaði 86,80 metra á Laugardalsvelli og það met stendur enn í dag. Einar hætti keppni á erlendum vett- vangi 1993 en keppti á mótum hér heima til ársins 1995. „Það er alveg bráðnauðsyn- legt að hreyfa sig eitthvað“ Einar er fæddur 1960 og var því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar faðir hans, Vilhjálmur Einarsson, silfurhafi frá Ólympíu- leikunum í Melbourne, keppti á leikunum í Róm. Einar þótti snemma mikið efni í íþrótt- um og náði góðum árangri í handbolta og körfubolta. Einar keppti lengst af undir merkjum UMSB enda í rauninni alinn upp í Borgarfirði. Hann var líka á Laugarvatni þegar faðir hans var skólastjóri þar. Sex ára gamall fór hann í Reykholt í Borgarfirði. Einar segist hafa keppt með UMSB til ársins 1985 en skipti yfir í ÍR þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Einar bjó um tíma fyrir austan þegar hann kenndi við Menntaskólann á Egilsstöðum og keppti þá með UÍA. „Ég er hef unnið að uppfærslu, kynningu og markaðssetningu á tækifærum þjóðarinn- ar til að auka framleiðslu og nýtingu á íslensku metani. Þetta hef ég verið að gera síðustu tvö árin,“ sagði Einar Vilhjálmsson í samtali við Skinfaxa þegar hann er inntur eftir því hvað hann starfi við. Einar segir þetta starf mjög skemmtilegt og mikil eftirspurn hefur verið eftir metani. Einar segist töluvert vera tengdur íþrótt- um í dag en hann hefur verið að hlúa að efni- legustu spjótkösturum landsins eins og tím- inn hefur leyft. Honum finnist það mjög heill- andi að geta leiðbeint efnilegum íþrótta- mönnum á þessu sviði. „Ég hef í auknum mæli fylgst með því hvað er að gerast í frjálsum íþróttum eftir að ég fór að mæta og aðstoða krakkana á æfingum. Hvað sjálfan mig áhrærir þá syndi ég reglu- lega og hef verið að gæla við að bæta mín gömlu unglingamet og haft gaman af því. Ég reyni að mæta fimm sinnum í viku í braut- ina og hef ákveðna reglu, að synda innan við kílómetra í hvert skipti. Þessu lýkur síðan með skemmtilegum umræðum í heitu pott- unum þar sem við ræðum landsins gagn og nauðsynjar. Það er alveg bráðnauðsynlegt að hreyfa sig eitthvað,“ sagði Einar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.