Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Vika 43 Í tilefni af Viku 43, Vímuvarnaviku 2011, undirrituðu fulltrúar tuttugu félagasam- taka, umboðsmaður barna og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að réttur barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu sé virtur. Kveðið er á um þennan rétt barnanna m.a. í barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna, stefnumörk- un Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingunni er bent á mikilvægi þess að börn og ungmenni hafni neyslu áfengis og annarra vímuefna, enda stafi þeim ýmis hætta af neyslu þeirra. Sterk tengsl séu á milli áfengis- og vímuefnaneyslu annars vegar og ofbeldis, óábyrgs kynlífs, umferð- arslysa og ýmissa slysa og óhappa hins vegar. Einnig er bent á að mörg börn og ungmenni verði einnig fórnarlömb neyslu annarra, innan fjölskyldu sem utan, s.s. vegna vanrækslu, fátæktar, ofbeldis, mis- notkunar og sundraðra fjölskyldna. Það er ósk þeirra sem standa að yfirlýs- ingunni að fram fari umræða um hvernig þessi réttur barnanna er virtur á ýmsum sviðum samfélagsins, s.s. við stefnumót- un og lagasetningu, í uppeldis- og skóla- starfi, íþrótta- og tómstundastarfi og hvarvetna þar sem börn koma við sögu. Vímuvarnavikan – Vika 43 er árlegt samstarfsverkefni fjölmargra félagasam- taka sem starfa að forvörnum, vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns. Vímuvarnavikan í ár er sú áttunda sem efnt er til. Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knatt- spyrna 2011 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 31. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr, 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit, en bækurnar undanfarin ár hafa verið 240 síður og mest 96 þeirra í lit. Hún er prýdd um 370 myndum, m.a. liðsmynd- um af sigurvegurum í öllum flokkum á Íslandsmótinu. Fjallað er ítarlega um Íslandsmótið 2011 í öllum deildum og flokkum, mest um efstu deildir karla og kvenna en einnig um neðri deildirnar og yngri flokkana. Bikarkeppnum karla og kvenna eru gerð ítarleg skil, sem og landsleikjum Íslands í öllum aldursflokkum og Evrópuleikjum íslensku liðanna. Þá er fjallað um íslenska atvinnumenn erlendis, önnur mót innanlands og margt fleira sem tengist íslenskum fótbolta á árinu 2011. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaun- aðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar. Ítarleg viðtöl eru við Bjarna Guðjóns- son, fyrirliða Íslandsmeistara KR, og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, fyrirliða Íslandsmeistara Stjörnunnar, og rætt við Þorlák Má Árnason sem náði besta árangri með íslenskt landslið frá upp- hafi þegar U17 ára lið kvenna komst í fjögurra liða úrslit Evrópukeppninnar. Íslensk knattspyrna 2011

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.