Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Baráttudagur gegn einelti var haldinn 8. nóvember sl. og voru landsmenn hvattir til að hringja bjöllum til að vekja athygli á málstaðnum. Þá hljómuðu m.a. kirkjuklukkur og skipaflotinn þeytti lúðra. Það var Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti sem ákvað, í samvinnu við Reykja- víkurborg, Samband íslenskra sveitar- félaga og fjölda félagasamtaka, að standa að sérstökum degi gegn einelti. Verkefnis- stjórnin samanstendur af fulltrúum fjár- málaráðuneytis, mennta- og menningar- málaráðuneytis og velferðarráðuneytis og var hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinar- gerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010. Í tilefni dagsins var í Höfða í Reykjavík undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Forsætisráðherra er verndari átaksins og undirrituðu velferðarráðherra, fjármálaráðherra og mennta- og menn- ingarmálaráðherra sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Jón Gnarr borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Ennfremur er fjöldi félaga og samtaka aðilar að samn- ingnum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir for- maður undirritaði hann fyrir hönd UMFÍ. Við undirritunina voru afhent gul arm- bönd sem gerð voru í tilefni dagsins og bera yfirskriftina: Jákvæð samskipti. Þeim verður í kjölfarið dreift til almennings eftir því sem upplag endist. Einelti spyr ekki um aldur, þjóðfélags- hóp eða kyn og það þrífst einfaldlega alls staðar þar sem það er látið viðgangast. Ábyrgð okkar allra er því mikil og það er í höndum okkar að vinna bug á þessu þjóð- félagsmeini. Það er ekki flókið ef allir taka höndum saman og sammælast um ákveðna sátt, þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti. Verkefnisstjórnin hvetur alla þá fjölmörgu aðila og samtök, sem starfa á þeim vettvangi sem átakið nær til, til þess að taka höndum saman og helga 8. nóv- ember baráttunni gegn einelti. Sérstak- lega er þessu beint til leikskóla, grunn- og framhaldsskóla, félags- og frístundamið- stöðva, auk vinnustaða og stofnana. Ýmis- legt er hægt að gera á þessum baráttu- degi, s.s. með táknrænum viðburðum eða viðfangsefnum sem hafa það að mark- miði að beina umræðunni að einelti og afleiðingum þess í samfélaginu. Verkefnisstjórnin vonast til að sem flestir í samfélaginu skrifi undir þjóðar- sáttmálann og taki þátt í því að setja umræðuna um einelti í brennidepil þennan dag – málefnið er brýnt og til mikils að vinna ef í sameiningu tekst að koma á þjóðarsáttmála um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menn- ingarmálaráðherra flytur ávarp við athöfnina í Höfða. Til vinstri Jón Gnarr borgarstjóri, til hægri Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Þjóðarsáttmáli gegn einelti undirritaður Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, undirritar yfirlýsinguna. Dagana 27. nóvember – 3. desember hélt Evrópa unga fólksins fjölþjóðlegt námskeið á KEX Hostel sem bar heitið Coach2Coach. Á námskeiðið mættu 25 þátttakendur frá 16 löndum. Allir þátttakendur á námskeiðinu voru leið- beinendur sem starfa með ungu fólki. Markmið námskeiðsins var að þjálfa þá í að leiðbeina hópum ungs fólks sem eru að skipuleggja verkefni sem styrkt eru af Evrópu unga fólksins. Þátttak- endur tóku þátt í fjölmörgum krefjandi verkefnum meðan á námskeiðinu stóð Evrópa unga fólksins: Fjölþjóðlegt námskeið – Coach2Coach og var þá beitt aðferðum óformlegs náms sem er eitt kennimerkja Evrópu unga fólks- ins. Þátttakendur fóru í hlutverkaleiki, líktu eftir framkvæmd verkefna og mátu dag- lega framgang námskeiðsins. Allir þátttakendur voru hæstánægðir með námskeiðið og aðstöðuna á KEX Hostel. Íslendingum, sem starfa með ungu fólki, stendur til boða að sækja fjölmörg álíka námskeið um alla Evrópu og má sjá lista yfir þau á heimasíðu Evrópu unga fólksins: www.euf.is. Alex frá Þýskalandi leikur gjósku að streyma úr eldfjalli.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.