Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 Norðurlandamót 19 ára og yngri fór fram í Kaupmannahöfn í haust. Íslensku kepp- endurnir náðu mjög góðum árangri í mörg- um greinum. Sveinbjörg Zophaníasdóttir frá USÚ gerði sér lítið fyrir og varð Norður- landameistari í langstökki þegar hún stökk 6,08 metra. Að auki voru nokkur aldurs- flokkamet sett á mótinu. Sveinbjörg náði frábærum árangri og var 4 cm á undan þeirri sem varð í öðru sæti. Besti árangur hennar á árinu var 6,07 m og því bætti hún sig um 1 cm. Besta árangri sínum, 6,10 m, náði hún í fyrra. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR nældi vann gull í 800 metra hlaupi og bronsverðlaun í 1500 metra hlaupi og setti auk þess tvö aldursflokkamet. Hún bætti aldursflokka- met 15 ára í 1500 metra hlaupi og var einnig í sveit Íslands sem bætti aldurs- flokkamet 18–19 ára í 4x400 m boðhlaupi. Með heila 400 metra braut út af fyrir sig „Ég var búin að standa mig vel í allt sum- ar og vissi að ég væri í góðu formi. Á meist- aramótinu meiddi ég mig í aftanverðu lær- inu þannig að það stóð tæpt hvernig mér myndi reiða af á Norðurlandamótinu. Það hafðist og því var árangurinn þar afar ánægjulegur,“ sagði Sveinbjörg Zophanías- dóttir í samtali við Skinfaxa. Sveinbjörg hefur keppt undir merkjum Ungmennasambandsins Úlfljóts fram að þessu og sagði hún æfingaaðstöðuna fyrir austan, á Hornafirði, vera mjög góða á sumrin. Hún væri með heila 400 metra braut út af fyrir sig. Brautin var sett niður 2007 í tengslum við Unglingalandsmótið sem þar var haldið. Innanhússaðstaðan væri hins vegar ekki nægilega góð en hún hefði verið dugleg að sækja æfingar fyrir sunnan á veturna. Ætlar að spýta enn frekar í lófana Sveinbjörg sagði að eftir áramótin yrðu breytingar á högum hennar en hún hyggst setjast á skólabekk í Háskóla Íslands eftir að hafa lokið framhaldsskólanámi á Horna- firði. Sveinbjörg ætlar að leggja stund á nám í uppeldis- og menntunarfræðum. „Þetta verður töluverð breyting fyrir mig að geta nú farið að æfa við bestu aðstæður innandyra en ég legg aðaláherslu á lang- stökkið og sjöþrautina. Mín markmið eru að stefna enn hærra en segja má að ég hafi æft stanslaust í fjögur ár og ég ætla að halda mínu striki. Ég fer í betri aðstæður og ætla að spýta enn frekar í lófana,“ sagði Sveinbjörg en þess má geta að móðir hennar, Guðrún Ingólfsdóttir, gat sér gott orð sem kringlu- og kúluvarpari á sínum tíma. Guðrún á enn núverandi Íslandsmet í kringlukasti. Draumurinn að verða atvinnumaður „Mamma hefur haft mikil áhrif á mig og hvatti mig til að leggja stund á frjálsar íþróttir. Hún hefur verið þjálfarinn minn og fylgt mér í öllum keppnisferðum. Það hefur verið mjög gott og góður stuðning- ur við mig og virkað vel. Núna verður breyt- ing á högum mínum þegar ég held suður til náms en ég ætla að keppa með FH-ing- um. Ég er bjartsýn á framhaldið og hef sett stefnuna á Evrópumeistaramót full- orðinna og svo er freistandi að stefna á Ólympíuleikana 2016. Íþróttirnar hafa gefið mér heilmikið en ef ég ætti mér einn draum þá væri hann að vera atvinnumaður í þessu. Íþróttirnar hafa verið stór partur af lífi mínu síðustu ár og verða það áfram. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni fyrir sunnan,“ sagði Sveinbjörg í spjallinu við Skinfaxa. Frjálsar íþróttir: Sveinbjörg Zophaníasdóttir Norðurlanda- meistari í langstökki Sveinbjörg Zophaníasdóttir, USÚ, Norður- landameistari í langstökki.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.