Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Telma Rut Frímannsdóttir úr Ungmenna- félaginu Aftureldingu varð þann 19. nóv- ember sl. Íslandsmeistari í kumite. Telma bar sigur úr býtum í tveimur flokkum, -61 kg flokki og opnum flokki kvenna, annað árið í röð. Telma lagði Aðalheiði Rósu Harð- ardóttur frá Akranesi í úrslitum í opnum flokki en þessar tvær stúlkur hafa skarað fram úr í þessari íþróttagrein hin síðustu misseri. Keppendur í opna flokknum voru um 60 talsins. „Ég er búin að æfa kumite í tíu ár eða frá því að ég var níu ára gömul. Ég fór í byrjun með vinkonu minni til að prófa og síðan varð ekki aftur snúið. Ég hélt áfram en vin- kona mín hætti. Það fór að ganga vel þeg- ar ég mátti fyrst keppa í íþróttinni en þá var ég 12 ára gömul, en ég hef alltaf keppt Helgina 26.–27. nóvem- ber sl. fóru þrír kepp- endur frá júdódeild Umf. Selfoss til keppni á Hilleröd International í Danmörku ásamt 19 öðrum keppendum frá JR og ÍR. Mótið, sem var mjög fjölmennt, var nú haldið í 30. sinn, en það er fyrir keppendur 21 árs og yngri. Keppendur komu flestir frá Norð- urlöndunum en einnig víða að úr Evrópu. Þeir Grímur Ívarsson, Úlfur Böðvarsson og Egill Blöndal frá Selfossi fóru á mótið. Úlfur Böðvarsson keppti í U13-flokki og átti fimm viðureignir. Hann vann þær allar og kom heim með gull. Fyrsta viðureignin Helgina 5.–6. nóvember sl. var Scandinavian Open í sparring haldið í Horsens í Danmörku. Þrír keppendur frá taekwondodeild Umf. Selfoss tóku þátt í keppninni. Skemmst er frá því að segja að árangur þeirra var frábær. Daníel Jens Pétursson vann gull í -80 kg karlaflokki og var jafnframt kosinn kepp- andi mótsins. Davíð Arnar Pétursson vann silfur í -33 kg kadettflokki og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir vann gull í juniorflokki kvenna. Þess má geta að Daníel og Davíð eru bræður. Mótið var gríðarsterkt og fjöldi kepp- enda frá öllum Norðurlöndunum. Því er óhætt að fullyrða að íslensku keppend- Úr hreyfingunni undir merkjum Aftureldingar í Mosfellsbæ,“ sagði Telma Rut Frímannsdóttir í spjalli við Skinfaxa. Telma sagði áhugann fyrir kumite alltaf verða meiri hér á landi með hverju árinu. Telma lætur sér ekki nægja að æfa og keppa í kumite því að hún leikur einnig hand- knattleik með meistaraflokksliði Aftureld- ingar. Telma er nemandi við Menntaskól- ann við Sund og lýkur stúdentsprófi næsta vor. „Það er meira en nóg að gera hjá mér en ég ætla að halda ótrauð áfram í kumite og einnig í handboltanum svo lengi sem ég get. Ég er reyndar búin að vinna allt sem hægt er á Íslandi svo það væri gaman að fara að keppa meira erlendis og gera sitt besta og bæta sig. Maður veit aldrei hvað Telma Rut úr Aftureldingu Íslandsmeistari í kumite framtíðin ber í skauti sér en óneitanlega væri gaman að fara erlendis og æfa, við sjáum hvað gerist í þeim efnum,“ sagði Telma Rut Frímannsdóttir. Telma Rut Frí- mannsdóttir, Íslandsmeistari í kumite. Selfyssingar með tvö gull og eitt silfur á Scandinavian Open í sparring urnir hafi staðið sig frábærlega. Að vinna til verðlauna á svona sterku móti er mikill heiður og hvatning til að standa enn bet- ur við bakið á afreksfólki okkar ásamt því að hlúa enn betur að uppbyggingarstarfi íþróttarinnar. Einnig vekur árangur þeirra athygli hinna keppendanna og mótshald- ara á Íslandi og þeim glæsilega árangri sem taekwondofólk okkar er að ná. Þessi árangur okkar frábæra taekwondo- fólks er mikil hvatning fyrir alla, sem stunda íþróttina, til að gera enn betur á æfingum, mótum og í keppni. Frá vinstri: Daníel Jens, Ingibjörg Erla og Davíð Arnar. Með þeim á myndinni er Meisam Rafiei, landsliðsþjálfari í sparring. Gull og brons á júdómóti í Danmörku var gríðarlega tvísýn en eftir þá glímu vann Úlfur næstu glímur af öryggi. Flottur árang- ur hjá Úlfi sem keppti á sínu fyrsta móti erlendis. Grímur Ívarsson, sem einnig var að keppa fyrsta í sinn erlendis, keppti í U17. Grímur er 14 ára og var þar af leið- andi í hópi yngstu keppenda í U17-flokkn- um. Hann vann eina viðureign en tapaði þremur. Þetta var fínn árangur hjá Grími í erfiðum flokki. Egill Blöndal keppti í U17- flokki. Egill hefur æft vel og keppir á öllum mótum innanlands. Hann glímdi samtals 8 viðureignir og vann fimm sem skilaði honum bronsverðlaunum. Egill er að skipa sér í hóp fremstu júdómanna landsins. Egill Blöndal Ásbjörnsson júdó- maður frá Selfossi vann brons á Hill- eröd International í U17 flokki.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.