Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélagið Íslendingur fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 11. desember síðastliðinn. Var tímamótanna minnst í fjölmennu samsæti í sal Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri. Það þótti við hæfi því að félagið var stofnað á þeim stað árið 1911. Leiklist í 35 ár Að sögn Helga Björns Ólafssonar, for- manns Ungmennafélagsins Íslendings, snýst starfsemi félagsins í dag að mestu um íþróttastarf og hefur gert síðustu ár, mest þó á sumrin, í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Handbolti hefur líka verið æfður og svo hefur fólk frá Íslendingi sótt æfingar hjá Skallagrími í Borgarnesi. Helgi Björn segir að starfssvæði félagsins sé á Ungmennafélagið Íslendingur 100 ára Hvanneyri, gamli Andakílshreppur, sem er Bæjarsveit líka, og svo Skorradalur. Helgi Björn leggur einnig mikla áherslu á leik- starfið sem búið er að halda úti samfleytt í 35 ár og leikrit er sett upp annað hvert ár. Félagið rekur einnig Hreppslaug í Skorra- dal en félagið hefur átt hana frá 1928. Laug- in er elsta steinsteypta 25 metra laug lands- ins sem er enn í notkun. Félagið réðst í þetta þrekvirki í kringum 1928 og hefur rekið laugina síðan. Þetta eru stærstu þætt- irnir í starfsemi félagsins en félagið sér einnig um íþróttamót á sumrin, Jóns- messuhátíð og stundum hefur félagið stað- ið fyrir jólatrésskemmtunum. Svo hafa ver- ið sjálfstæðir hópar innan félagsins og nefndi Helgi Björn í því sambandi þjóð- dansahópa og blak en hafa þó verið tengdir félaginu. Nokkuð líflegt starf „Eins og þessi upptalning sýnir er starfið bara nokkuð líflegt. Við erum með í láni smákompu hjá Landbúnaðarháskólanum til að geyma hlutina okkar. Við erum einnig með aðstöðu við sundlaugina en þar er stórt sundlaugarhús sem var á sínum tíma notað sem félagsheimili. Sundlaugin er bara rekin á sumrin og það eru uppsprett- ur í landinu sem hita upp laugina. Rekst- urinn hefur stundum verið í járnum en hún er mjög vinsæl á sumrin,“ sagði Helgi Björn Ólafsson sem hefur verið formaður Íslendings síðan 2010. Helgi Björn sagðist vera búinn að vera búsettur í sveitinni í 20 ár, var fyrst í námi en hefur síðan starfað á Hvanneyri og átt heima þar. Hann var gjaldkeri í stjórn Íslendings fyrir tíu árum og starfaði í nefndum. Svo kom hann aftur til starfa 2010 og varð þá formaður. Frá 17. júní hátíðahöldum Ungmenna- félagsins Íslendings á Hvanneyri 2009. Veggspjald Ung- mennafélagsins frá afmælisárinu 1951. Myndina gerði Björn Sigur- björnsson. Stjórn Umf. Íslendings 2011. Frá vinstri: Helgi Björn Ólafsson, formaður, Steinunn Hildur Benediktsdóttir, ritari, og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, gjaldkeri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.