Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 19
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 19 Munntóbaksneysla og notkun á nef- tóbaki sem munntóbaki hefur höfðað sér- staklega til ungra karlmanna og hefur verið að aukast undanfarin ár. Capacent Gallup hefur kannað notkun munntóbaks meðal ungs fólks á aldrinum 16–23 ára fyrir embætti landlæknis í þrem- ur könnunum. Sú fyrsta var gerð í október- nóvember 2009, en sú síðasta í júní 2011. Niðurstöðurnar sýna að neyslan er umtals- verð og samkvæmt síðustu könnun segj- ast um 20% pilta í þessum aldurhópi nota munntóbak daglega. Langflestir, eða 86%, segjast eingöngu taka íslenska neftóbakið í vörina. Þessar niðurstöður eru í samræmi við sífellt aukna framleiðslu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á neftóbaki, sem hefur aukist úr 16,8 tonnum árið 2007 í 25,5 tonn á síðasta ári (2010). Á Íslandi er með lögum bannað að flytja inn, framleiða og selja allt munntó- bak. Lögin tóku gildi 1. febrúar 1997 og voru sett til að bregðast við tilskipun frá Evrópusambandinu. Í athugasemdunum með frumvarpinu var bent á að þetta tóbak væri ávanabind- andi ekki síður en tóbak sem er reykt. Einnig var bent á að með þessum nýju gerðum tóbaks væri einkum verið að höfða til ungs fólks og sums staðar, t.d. í Svíþjóð, með þeim afleiðingum að umtalsverður hluti unglinga væri farinn að nota „reyklaust tóbak“ að staðaldri. Reynslan í öðrum löndum Í nýlegri samantekt miðstöðvar krabba- meinsrannsókna í Heidelberg í Þýskalandi um skaðsemi sænska munntóbaksins kem- ur fram að þessi tóbaksneysla sé skaðleg heilsu og valdi fíkn. Bent er á að neysla þess höfði einkum til ungs fólks og auki heildarneyslu tóbaks. Ennfremur segir þar að ekki hafi verið sýnt fram á að munntóbaksneysla sé gagnleg leið til að hætta reykingum. Reynslan frá Svíþjóð sýnir að munn- tóbak er notað til að hætta að reykja í stað þess að fá aðstoð við að hætta að reykja. Um það bil einn af hverjum fjórum fyrrver- andi reykingamönnum skipta yfir í munn- tóbak en flestir reykingamenn ná árangri í að hætta reykingum án þess að nota munn- tóbak. Þeir sem hætta að reykja með því að skipta yfir í munntóbak eru því háðir tóbaki eftir sem áður. Munntóbaksneysla meðal kvenna er lítil í Svíþjóð og flestar konur, sem hætta að reykja, gera það án þess að nota munntóbak í staðinn. Í Svíþjóð er tóbaksneysla meðal karla mikil. Þótt hlut- fall reykinga þar sé lágt og munntóbaks- neysla mikil er lág tíðni reykinga fyrst og fremst vegna þess að þeim fækkar sem aldrei byrja að reykja. Þá er bent á það í þýsku samantektinni að í mörgum Evrópu- löndum sé tíðni reykinga á hraðri niður- leið án þess að þar sé leyfður innflutning- ur á sænska munntóbakinu. ÁTVR kaupir sína hrávöru til framleiðslu á íslensku neftóbaki frá Swedish Match, helsta munntóbaksframleiðanda Svía. Þannig getum við með nokkrum sanni sagt að íslenska neftóbakið og sænska munntóbakið sé sama tóbakið. Á síðasta ári voru birtar niðurstöður úr rannsókn sem Rannsóknir og greining Er munntóbak skaðlaust? vann fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR). Þar kemur fram að munntóbaks- neysla er svipuð hjá þeim sem stunda íþróttir og þeim sem ekki stunda íþróttir. Það kemur hins vegar vel í ljós að þeir sem stunda íþróttir reykja mun minna en þeir sem ekki stunda íþróttir. Komið hefur fram í sænskum rannsókn- um að munntóbaksneytendum er hætt- ara við meiðslum en þeim sem ekki nota munntóbak. Meiðsl í vöðvum, liðum, hnjám, liðböndum og sinum og bak- eymsli ýmiss konar voru algengari meðal munntóbaksneytenda en þeirra sem ekki notuðu munntóbak eða reyktóbak. Þessi staðreynd ætti að vera öllum sem vilja ná árangri í íþróttum næg ástæða til að láta alla tóbaksneyslu eiga sig. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis. Oft heyrir maður munntóbaksneyslu borna saman við reykingar og er þá sagt að munntóbak sé skað- minna en reykingar. Þessi samanburður er villandi því að fátt er jafnskaðlegt heilsunni og sígarettu- reykingar. Eðlilegra er að bera hættuna af munn- tóbaksneyslunni saman við það að nota alls ekki tóbak. Auglýsing úr herferð Landlæknisembætt- isins, ÍSÍ, KSÍ, UMFÍ og ÁTVR. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mos- fellsbæ 8.–10. júní næsta sumar og eru UMSK og Mosfells- bær mótshaldarar. Á fyrsta fundi landsmótsnefndar skipti stjórnin með sér verkum og er Valdimar Leó Friðriksson, UMSK, formað- ur og Helga Jóhannesdóttir, Aftureld- ingu, gjaldkeri. Mikil bjartsýni og ánægja er með að mótið skuli vera haldið í Mos- fellsbæ og allir eru staðráðnir í að gera það sem veglegast. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga sl. sumar og tókst afar vel. Landsmót UMFÍ 50+ er fjölskyldu- hátíð með fjölbreyttri dagskrá en ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða fyrirlestrar og kynningar. Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ: Undirbúningur hafinn af fullum krafti Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Valdemar Leó Friðriks- son, formaður UMSK, undirrita samning um Landsmót UMFÍ 50+.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.