Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Frjálsar íþróttir: Silfurleikarnir haldnir í 16. sinn Alls voru 559 keppendur skráðir til leiks frá 22 samböndum og félögum á hina árlegu Silfurleika ÍR sem fram fóru í Laugardals- höll 19. nóvember sl. Keppendur komu víða að af landinu, s.s. vestan af Fjörðum, frá Akureyri, úr Austur-Húnavatnssýslu, af Suðurlandi og víðar þó að flestir hafi kom- ið frá félögum á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur aldursflokkamet Fjögur aldursflokkamet voru sett á mót- inu. Bjarki R. Bjarnason frá Selfossi setti nýtt met í 60 m hlaupi í flokki 13 ára pilta en hann kom í mark á tímanum 7,77 sek. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR setti met í 800 m hlaupi í flokki 15 ára stúlkna þegar hún kom í mark á 2:13,38 mín. Félagi hennar úr ÍR, Stefán Velimir, setti met í flokki 16–17 ára pilta með kast upp á 15,99 m. Krakkar frá Ungmennafélagi Selfoss hafa mætt vel á Silfurleika ÍR undanfarin ár. Til vinstri er hópur sem tók þátt í þrautabrautinni ásamt þjálfara sínum, Bríeti Helgadóttur. Til hægri eru eldri krakkar ásamt Ágústu Tryggvadóttur þjálfara. Reynir Zoega úr Breiðabliki setti met í þrí- stökki 12 ára pilta, 11,17 m, en fyrra metið var 10,53 m. Þrautabraut Á þessu móti er boðið upp á sérstaka keppni í þrautabraut sem um 180 börn tóku þátt í. Þrautabrautin samanstendur af ýmsum frjálsíþróttagreinum og er hugs- uð fyrir yngri börn. Fjölbreytt aldurssam- setning keppenda var mjög mismunandi, þar voru börn fædd á árunum 1996–2006. Ólympíuafrek Vilhjálms Mótið er haldið til heiðurs Vilhjálmi Einars- syni til að minnast þess atburðar þegar hann vann afrek sitt á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956 en hann vann þar fyrstur Íslendinga til verðlauna á Ólympíu- leikum. Silfurleikarnir eru eitt af umfangs- mestu frjálsíþróttamótum ársins en alls voru um eitt hundrað sjálfboðaliðar starf- andi á mótinu. N Ý P R E N T eh f. Leirhús Grétu Gallerí Gallerí og vinnustofa SUMAROPNUN 15. júní - 20. ágúst mánudaga - föstudaga frá kl. 13-18 laugardaga frá kl. 13-16 VETRAROPNUN 21. ágúst - 14. júní föstudaga frá kl. 13-18 Litla Ósi Húnaþingi vestra Sími 451 2482 og 897 2432

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.