Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 46
46 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði Akureyri Framtal sf., Kaupangi, Mýrarvegi Haukur og Bessi tannlæknar Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi Tannlæknastofa Ragnheiðar Hansdóttur, Kaupangi, v/Mýrarveg Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf., Hafnarbyggð 23 Ljósaland ehf., verktakafyrirtæki, Háholti 3 Egilsstaðir Birta ehf., Egilsstöðum og Reyðarfirði, Miðvangi 2–4 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Eskifjörður Eskja hf., Strandgötu 39 Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59 Höfn í Hornafirði Skinney - Þinganes hf., Krossey Selfoss AB-skálinn ehf., Gagnheiði 11 Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Kvenfélag Hraungerðishrepps Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Villingavatni Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum Hveragerði SportTæki ehf., Austurmörk 4 Þorlákshöfn Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21 Járnkarlinn ehf., Unubakka 25 Eldhestar ehf., Völlum Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni HVAR ERU ÞAU Í DAG? Sigríður Anna Guðjónsdóttir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, frjálsíþrótta- kona úr HSK, á enn í dag Íslandsmetin í þrístökki, innan- og utanhúss. Íslandsmet hennar utanhúss frá 1997 er 13,18 metrar og er því orðið 14 ára gamalt. Sigríður Anna er í hópi okkar sterkustu stökkvara en hún var mjög áberandi þegar ferill hennar stóð sem hæst. Sigríður Anna segir að hún hafi allan feril sinn keppt fyrir HSK en hún keppti með hléum til 1998. Sigríður Anna er yfirþjálfari frjáls- íþróttadeildar Umf. Selfoss og kemur einnig að þjálfun meistarahópsins ásamt þremur öðrum þjálfurum. Sigríður Anna er íþróttakennari að mennt og kenndi leikfimi og sund í 15 ár en hætti því og kennir nú eingöngu stærðfræði við Vallaskóla á Selfossi. Hún útskrifast í vor af stærðfræðikjörsviði við Háskóla Íslands. 30 HSK-met á einu móti „Umhverfi frjálsra íþrótta hefur tekið stakka- skiptum á undanförnum árum. Með tilkomu nýju frjálsíþróttahallarinnar breyttist aðstað- an til muna og mér finnst mikið af efnilegum unglingum vera að koma fram. Svo er einnig vel staðið að þjálfun almennt og metnaður- inn mikill. Frjálsar íþróttir eru í sókn. Til marks um það er að unglingarnir eru að bæta sig og verða enn betri. Hvað keppendur okkar í HSK áhrærir þá voru sett 30 HSK-met á Silfurleik- unum sem haldnir voru í nóvember sl. Þetta segir sína sögu,“ sagði Sigríður Anna Guðjóns- dóttir í samtali við Skinfaxa. „Það er engum blöðum um það að fletta að bætt aðstaða frjálsíþróttafólks hefur fleytt íþróttinni fram. Hér á Selfossi eru aðstæður frábærar og margir telja völlinn vera þann „Íþróttirnar hafa gefið mér gríðar- lega mikið“ Sigursveit HSK í 1000 m boðhlaupi á Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi 1997. besta á landinu. Aðstæður eru allt aðrar en þegar ég var að æfa og keppa. Þá hljóp ég á malarbrautum svo að allir sjá hvað breyting- arnar hafa orðið gífurlegar,“ sagði Sigríður Anna. Sjálfsagi og metnaður Þegar Sigríður Anna var spurð hvað hefði ýtt henni út í frjálsar íþróttir á sínum tíma sagðist hún hafa elt vinkonur sínar en hún sagði að áhuginn í byrjun hefði ekki verið mikill. Það hefðu verið flottir þjálfarar á þeim tíma. Vésteinn Hafsteinsson hefði þjálfað sig þegar hún var 14 ára gömul, en þá náði hún fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Kári Jónsson þjálfaði hana síðan síðustu árin með góðum árangri. „Íþróttirnar hafa gefið mér gríðarlega mikið og ég ég mun búa að iðkun þeirra alla mína ævi. Maður byggir upp sjálfsaga og metnað sem kemur að góðum notum í lífinu,“ sagði Sigríður Anna Guðjónsdóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.