Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Menningin á sér engin landamæri og ekkert svæði umfram annað. Það sannaðist eina ferðina enn þegar undirrituð ók 40 mín- útna leið frá Borgarnesi upp í sveit sunnu- dagskvöldið 27. nóvember til að sjá upp- færslu Ungmennafélagsins Dagrenningar á Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Verkið var sett upp í félagsheimilinu Brautar- tungu og að því stendur breiður hópur fólks sem flest á heimili í Lundarreykjadal. Í verkinu er kreppa og átök. Þeir ríku hirða peningana af alþýðunni sem þó aflar stærsta hluta þeirra og mestra raunverð- mæta. Misréttið og fátæktin dafna. Ráða- menn eru fjarlægir fólkinu og skilja ekki líf þess og baráttu. Þessi lýsing gæti átt við nútímann en hún á einnig við um sam- félagið á Óseyri við Axlarfjörð, vettvanginn í Sölku Völku. Verkið kom út á árunum 1931–32 og er því skrifað í kreppunni sem hófst með falli banka í Bandaríkjunum í lok þriðja ára- tugarins. Margt var því líkt með aðstæð- um nú og þá og því einkar vel við hæfi að taka Sölku Völku til sýningar í dag. Leikritið er sett upp á aldarafmælisári Dagrenningar, en leikdeild félagsins hefur gjarnan valið sér metnaðarfull verkefni. Leikendur eru rúmlega tuttugu frá níu bæj- um í sveitinni og víðar – auk þriggja manna hljómsveitar. Þetta er litríkur hópur sem LEIKLIST: tekst að skapa rík blæbrigði á sviðinu, bæði í hreyfingum og túlkun á persónum. Tón- listin málar sterka liti við textann og á sinn þátt í aðdráttarafli sýningarinnar. Lýsingin er falleg og sviðið stílhreint og haganlega gert. Í raun er ótrúlegt hvað hægt er að að nota það vel. Það iðar oft af lífi og fjöri en þar eru líka hádramatískar senur sem fá áhorfandann til að hljóðna við. Þannig er leiklistin, góð túlkun getur slegið á marga strengi. Í uppfærslu Dagrenningar eru persónur vel mótaðar og heppilega hefur verið valið í hlutverk. Það var viss atvinnu- mannsbragur yfir sýningunni, maður fann að hér hafði verið vandað til verks. Samt er þetta flókið verk, saga Sölku Völku er mikil örlagasaga með djúpri hugsun um hugsjónir, örlög, drauma og veruleika. Þetta er meitlaður texti sem á svo sannar- lega mikið erindi við áhorfendur í dag. Ég óska Dagrenningu til hamingju með metnaðarfulla sýningu og hvet fólk til að sækja hana vel. Menningin blómstrar í dalnum. Guðrún Jónsdóttir Ungmennafélagið Dagrenning í Borgarfirði: Salvör Valgerður á fjölunum Frá leiksýningu Ung- mennafélagsins Dagrenningar á leikritinu Sölku Völku eftir sögu Halldórs Laxness.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.