Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Aðventan er gengin í garð og jólin eru rétt handan við hornið. Hvert sem litið er má sjá fallega skreytta glugga og hús með marglit- um jólaljósum. Ljósum sem minna okkur á komu jólanna og þann boðskap sem þau standa fyrir. Þetta er sá tími ársins sem gleði, kærleikur og tilhlökkun eru einna ríkustu þættirnir í fari hvers og eins. Það er eins og það séu samantekin ráð okkar að beina athyglinni ekki að því sem miður hefur farið heldur að því sem við elskum og metum, full- viss um að það geri okkur kleift að búa til betri heim. Og handan við annað horn, örlítið fjær, bíður okkar nýtt ár, árið 2012. Það er enn sem óskrifað blað en fullt væntinga um betri tíð. Ársins 2011 verður minnst fyrir margt hjá ungmennafélagshreyfingunni en ég trúi að í hugum flestra standi upp úr allt það jákvæða sem hreyfingin stóð fyrir á árinu. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og mörg og margir tekið þátt, hver á sinn hátt, en umfram allt höfum við haft það gaman saman. Ég er ákaflega stolt af því mikla starfi sem hefur verið unnið um allt land af öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem undirbjuggu það og framkvæmdu. Jafnframt er ég þakklát fyrir að tilheyra þessum hópi og mér finnst það munaður að fá að vinna með honum að öllum þessum góðu málum. Ég færi öllu þessu fólki mínar hjartans þakkir fyrir óeigin- gjörn störf, þjóð og landi til heilla. Áherslan í starfi hreyfingarinnar verður hér eftir sem hingað til á mannrækt með það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls, fjölbreytileika þjóðfélagsins og þess að bera virðingu fyrir umhverfinu. Samvera fjölskyldunnar, yngri kynslóðar- innar sem hinnar eldri, er þýðingarmikil til að nýta fortíðina sem best sem veganesti inn í framtíðina. Verkefnin, sem ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir, miðast að því að mæta öllum þessum þáttum. Það er hreyfingunni mikils virði að skapa vettvang til að efla félags- þroska einstaklinga og samskiptahæfileika Tækifærin bíða okkar og að læra gildi þess að starfa með öðru fólki að sameiginlegum markmiðum, að ræktun lýðs og lands. Þannig byggjum við upp frum- kvæði og styrkjum forystuhæfileika einstakl- inga sem munu leiða starfið í nútíð og fram- tíð. Til þess að svo megi verða er nauðsyn- legt að halda áfram að virkja fólk til þátttöku í félagsstarfi og sjálfboðaliðastarfi ásamt því að mennta fólk til forystustarfa innan og utan hreyfingarinnar. Tækifærin bíða okkar, nýtum þau öll eins og best við getum. Megi aðventan færa ykkur öllum ljós og frið og góðar samverustundir. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar, þakka fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða og vona að nýja árið verði ykkur gjöfult og gott. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Stjórn UMFÍ 2011–2013 Stjórn Ungmennafélags Íslands, sem kosin var á 47. sambandsþingi UMFÍ á Akureyri í október sl., skipti með sér verkum á öðrum stjórnarfundi sínum. Fjórir nýir einstakling- ar voru kosnir í aðalstjórn en þeir eru Stefán Skafti Steinólfsson og Jón Pálsson, gjald- keri, en báðir sitja þeir í framkvæmdastjórn auk Helgu Guðrúnar Guðjónsdóttur, for- manns UMFÍ, Haukur Valtýsson, varafor- maður, og Bolli Gunnarsson. Björg Jakobs- dóttir og Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, voru báðar endurkjörnar. Í varastjórn komu þau ný inn Baldur Daníelsson, Matthildur Ásmundsdóttir og Anna María Elíasdóttir. Einar Kristján Jónsson var endurkjörinn í varastjórn. Stjórn UMFÍ 2011–2013. Efri röð frá vinstri: Haukur Valtýsson, Anna María Einarsdóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Björg Jakobsdóttir, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Matthildur Ásmundardóttir, Baldur Daníelsson og Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri. Neðri röð frá vinstri: Einar Kristján Jónsson, Jón Pálsson, Bolli Gunnarsson og Stefán Skafti Steinólfsson. „Við erum fjögur saman í hóp, nemend- ur í vöruhönnun á þriðja ári við Lista- háskólann. Við erum að vinna að verk- efni er tengist Þrastaskógi sem gengur út á það að bæta aðgengi almennings að skóginum. Verkefnið er í sjálfu sér opið og við gátum valið út frá hverju við vild- um vinna. Við höfum hugsað að vinna Guðrún Harðardóttir og Kolbeinn Ísólfsson unnu að verkefni er tengdist aðgengi almennings að Þrastaskógi. Vinna að verkefni sem tengist Þrastaskógi með auglýsingaskilti og annan fróðleik og miðla þannig upplýsingum til þeirra sem leggja leið sína í skóginn. Aðalmarkmiðið hjá UMFÍ er að halda skóginum fallegum fyrir almenning sem þangað kemur og að allar upplýsingar séu áreiðanlegar og aðgengilegar,“ sögðu þau Guðrún Harðardóttir og Kolbeinn Ísólfsson, nemendur á þriðja ári við Listaháskóla Íslands. Þau sögðu verkefnið á byrjunarstigi og þau ennþá í hugmyndavinnu. Þau væru að rannsaka skóginn og allt sem tengdist honum og væru að viða að sér upplýsingum. „Þetta er spennandi verkefni. Við mun- um að lokum kynna þrjár tillögur og vinna lengra með eina þeirra,“ sögðu þau Guðrún og Kolbeinn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.