Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 valinn til að vera varamaður í stjórn HSK. Ég var þar um eins árs skeið og var í fram- haldinu beðinn um að vera gjaldkeri en því starfi sinnti ég í tíu ár. Það má því segja að ég hafi verið í íþrótta- og félagsmálum frá blautu barnsbeini. Litlu ungmennafélögin í Flóanum eru alhliða félög, þau sinna skemmtanahaldi, félagsmálum og íþrótt- um í bland. Þau eiga sín félagssvæði og hlúa vel að þeim á mörgum sviðum,“ sagði Bolli Gunnarsson sem tók sæti í aðalstjórn UMFÍ á sambandsþingi þess á Akureyri. Bolli telur að spennandi og skemmtileg- ir tímar séu fram undan hjá UMFÍ. Hann átti ekki von á því fyrir nokkrum árum að fara inn í stjórnina en honum finnst að ný bylgja sé í gangi og það sé spennandi að fá að vera með í henni og vera fulltrúi hennar. „Það kom margt nýtt fólk inn í stjórnina og því fylgja margar nýjar og ferskar hug- myndir. Það blæs manni þrótti í brjóst og margar góðar hugmyndir eru í vinnslu. Margir bjóða sig fram í nefndir og það eru betri viðbrögð á því sviði en oft áður. Þetta er ekki bara við heldur öll hreyfingin sem er að lyfta sér upp,“ sagði Bolli Gunnarsson. Haukur Valtýsson: Hreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki Haukur Valtýsson er varaformaður UMFÍ en hann kom inn í aðalstjórnina á sam- bandsþingi hreyfingarinnar á Akureyri. Haukur hefur starfað töluvert innan ung- mennafélagshreyfingarinnar, hjá Ung- mennafélagi Akureyrar. Haukur sagði í samtali við Skinfaxa að hann hefði hafið störf hjá UFA 1999, þá fyrst sem varafor- maður og síðan sem formaður í nokkur ár. Eftir að hann hefði gengið úr stjórn hefði hann komið að ýmsum verkefnum hjá félaginu, m.a. að blaðaútgáfu og mörgu öðru. Haukur hefur sl. sex ár setið í stjórn ÍBA og er nú varaformaður sambandsins. „Ég hef komið töluvert nálægt blak- Bolli Gunnarsson: Spennandi og skemmtilegir tímar fram undan „Jú, það er spennandi verkefni að vera kom- inn í stjórn UMFÍ og tiltölulega raunhæft framhald af því að ég hef lifað og hrærst í ungmennafélagshreyfingunni alla tíð. Ég var lengi í ungmennafélaginu Baldri í Flóa og í raun fæddur og uppalinn inn í það félag. Fjölskylda mín var í félaginu og for- eldrar mínir störfuðu þar mikið. Systkini mín voru þar líka meira eða minna og má segja að þetta hafi verið hluti af tilverunni. Ég kom síðar inn í stjórn Baldurs og sat þar fram yfir tvítugt og 1998 var ég síðan íþróttinni og stjórnað m.a. öldungamót- um sem haldin hafa verið á Akureyri. Ég lék í nokkur ár með ÍS þegar ég var fyrir sunnan og síðan KA, auk þess að þjálfa. Ég hef síðan hlaupið í skarðið þegar vantað hefur þjálfara. Í dag tekur maður þátt í öld- ungablakinu sem gefur manni mikla ánægju,“ sagði Haukur Valtýsson sem var um árabil einn sterkasti blakmaður lands- ins en hann á að baki 30 landsleiki. Haukur sagði að sér litist mjög vel á að vera kominn í stjórn Ungmennafélags Ís- lands. Þetta væri spennandi og þessi hreyf- ing hefði svo sannarlega eitthvað til mál- anna að leggja. „Mér hefur alltaf fundist UMFÍ hafa eitt- hvað fram að færa til þjóðfélagsins og þessi hreyfing gegnir mikilvægu hlutverki. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þáttum sem lúta að forvarnamálum. Heilsuefling ýmiss konar hefur ávallt verið mér ofarlega í huga sem hefur það að leiðarljósi að bæta heilsu íslensku þjóðarinnar. Lykillinn að því að sitja í stjórn samtaka á borð við UMFÍ er að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur og líta á það á jákvæðan hátt,“ sagði Haukur Valtýsson. Stefán Skafti Steinólfsson: Tækifærin næg og það er bjart fram undan „Aðkoma mín að félags- og íþróttastörfum var fyrst og fremst í gegnum mitt gamla félag, UDN. Fyrst byrjaði ég reyndar með Ungmennafélaginu Vöku á Skarðsströnd og Stjörnunni í Saurbæ. Segja má að þarna hafi íþróttaáhuginn byrjað fyrir alvöru, þegar ég var ungur strákur. Ég keppti með þeim á Landsmótum, meistara- og innan- félagsmótum. Ég fylgdist síðan vel með og þegar ég kom suður fór ég í Ungmenna- félagið Skipaskaga á Akranesi og endaði þar í stjórn sem gjaldkeri og hef verið það í nokkur ár,“ sagði Stefán Skafti Steinólfs- son sem tók sæti í stjórn UMFÍ eftir sam- bandsþingið á Akureyri auk þess að sitja í framkvæmdastjórninni. Stefán Skafti sagðist ennfremur hafa komið töluvert að starfsmannafélaginu á vinnustað sínum. Hann hefði alla tíð fylgst mikið með íþróttum og þá sérstaklega frjálsum íþróttum. Hann sagðist í raun vera alæta á íþróttir ef þannig mætti komast að orði. „Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga að öllu því sem kemur Ungmennafélagi Íslands við í gegnum mín gömlu félög og allt starfið. Mér finnst mjög spennandi að starfa innan stjórnarinnar en allt starf sem unnið er í UMFÍ á virkilega mikið erindi til þjóðarinnar. Tækifærin eru næg og það er bjart fram undan,“ sagði Stefán Skafti Steinólfsson. Frá stjórnarfundi UMFÍ. Frá vinstri: Einar Kristján Jóns- son, Stefán Skafti Steinólfsson, Björg Jakobsdóttir og Eyrún Harpa Hlyns- dóttir. Velkomin á Selfoss Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.