Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Mjög góð þátttaka var í almenningsíþrótta- verkefnum UMFÍ í sumar sem leið. Verð- launaafhending fór fram í þjónustumið- stöð Ungmennafélags Íslands 8. desember sl. og voru þátttakendur í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga og Fjölskyldan á fjallið verðlaunaðir fyrir framtak sitt. Einstaklingar, sem dregnir voru út fyrir að hafa hreyft sig í 30 daga, 60 daga og 80 daga fengu viðurkenningar. Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir, 109 fjöll, Guð- bjartur Guðbjartsson, 83 fjöll, Þröstur Vil- hjálmsson, 38 fjöll, og Ástríður Helga Sig- urðardóttir sem gekk einnig á 38 fjöll. Bjarni Bogar Jóhannsson fékk viðurkenn- ingu fyrir að hreyfa sig í 30 daga, Lilja Hrund Pálsdóttir viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 60 daga, Hermann R. Jónsson fyrir að hreyfa sig í 80 daga og Inga Birna Tryggva- dóttir fyrir hreyfingu í 103 daga. Hópar, sem hreyfðu sig mest, voru starfs- fólk frá Maritech sem hreyfði sig í 424 daga, Skautsmiðja Norðuráls í 392 daga, A-vakt Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ – viðurkenningar afhentar steypuskála Norðuráls og fjármálasvið Norðuráls í 259 daga. Hópar, sem gengu á flest fjöll, voru C-vakt kerskála Norðuráls sem gekk á 65 fjöll, D-vakt kerskála Norðuráls, 23 fjöll, og Maritech sem gekk einnig á 23 fjöll. Verðlaunahafar fyrir Fjölskylduna á fjall- ið voru Fjóla Dögg Konráðsdóttir, Aðal- heiður Vilbergsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Þorgeir Vigfússon, Þórunn Sara Guð- brandsdóttir og Eyjólfur Valur Gunnars- son. Öll fengu þau bókaverðlaun fyrir þátttökuna. Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 20 þúsund manns nöfn sín í gestabæk- ur sem hafði verið komið fyrir á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Mark- miðið er fyrst og fremst að fá einstaklinga og fjölskyldur í léttar fjallgönguferðir og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið góðri líkamsrækt. Göngugarp- ar voru hvattir til að skrifa nöfn sín í göngu- bækurnar á fjöllum. Á hverju hausti síðustu ár hefur síðan verið dregið úr hópi þátttak- enda og hinir heppnu hafa fengið sérstök verðlaun fyrir framtak sitt. Verkefnið heldur áfram næsta sumar og verður það auglýst nánar þegar nær dreg- ur. Gestabækur verða áfram á fjöllum og ef til vill bætast fleiri fjöll við þau sem fyrir eru. Ungmennafélag Íslands vill nota tæki- færið og þakka öllum sem tóku þátt í verk- efninu og vonast til að sjá sem flesta taka þátt í verkefnum UMFÍ á næsta ári. Hópar sem gengu á flest fjöll. C- vakt kerskála Norðuráls gekk samanlagt á flest fjöll, D-vakt kerskála Norðuráls og Maritech komu í næstu sætum. Einstaklingar sem voru dregnir út. Bjarni Bogar Jóhannsson eftir 30 daga, Inga Birna Tryggvadóttir eftir 103 daga og Lilja Hrund Pálsdótt- ir eftir 60 daga. Á myndina vantar Hermann R. Jónsson sem dreginn var út eftir 80 daga. Með þeim á myndinni er Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, og Eyrún Harpa Hlynsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ. Hópar sem hreyfðu sig flesta daga. Maritech sem lenti í fyrsta sæti, skautsmiðja Norðuráls, A-vakt steypuskála Norðuráls og fjármálasvið Norðuráls sem deildu þriðja sætinu. Einstaklingar sem gengu á flest fjöll. Birna Stein- grímsdóttir gekk á 109 fjöll, Guðbjartur Guðbjarts- son gekk á 83 fjöll og Ástríður Helga Sigurðardótt- ir gekk á 38 fjöll. Þröstur Vilhjálmsson, sem er ekki á myndinni, gekk á 38 fjöll. Árni Magnús Björns- son tók verðlaununum fyrir hönd Þrastar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.