Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Sundráð UÍA stóð fyrir bikarmóti í sundi 19. nóvember sl. og fór það fram á Djúpavogi. Ríflega 80 keppendur á aldrinum 6–16 ára tóku þátt í mótinu og ríkti góð stemming meðal keppenda og áhorfenda. Fram- kvæmd mótsins gekk afar vel enda lögðu margir sjálfboðaliðar hönd á plóginn. Mótið er stigamót milli sunddeilda á Austurlandi þar sem keppt er um sæmdar- heitið bikarmeistari Austurlands. Einnig eru veitt verðlaun fyrir næststigahæsta liðið og stigahæstu karla- og kvennalið. Sunddeild Hattar átti stigahæsta karlalið mótsins og nældi það sér í 183 stig en Neisti átti stigahæsta kvennaliðið með 189 stig. Neisti hreppti titilinn bikarmeistari Aust- urlands þriðja árið í röð, með 363 stig. Brut- ust út mikil fagnaðarlæti meðal heima- manna er úrslitin voru kunngjörð en að þessu sinni fékk Neisti harða keppni frá Neisti bikarmeistari Austurlands í sundi þriðja árið í röð Hetti sem varð í öðru sæti með 332 stig. Leiknir hafnaði í þriðja sæti með 162 stig og Sindri í því fjórða með 158 stig. Í tengslum við mótið var boðið upp á æfingabúðir í sundi á sunnudeginum og tókust þær vel í alla staði. Það voru því þreyttir en glaðir sundgarpar sem héldu heimleiðis frá Djúpavogi. Ungmennafélagið Neisti hreppti titilinn bikarmeistari Austur- lands þriðja árið í röð. Stigamót UÍA í frjálsum íþróttum fór fram í Fjarðahöllinni laugar- daginn 26. nóvember sl. Keppt var í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og þrístökki í flokkum stelpna og stráka 11 ára, 12–13 ára, 14–15 ára og 16 ára og eldri. Þátttaka hefði mátt vera betri en um 20 keppendur mættu til leiks. Gaman var þó að sjá hve þeir komu frá mörgum félögum en 6 félög áttu kepp- endur á mótinu. Mótið var, eins og nafnið gefur til kynna, stigakeppni þar sem keppendur söfnuðu stigum fyrir hverja grein. Í lok móts var stigahæsti einstaklingur í hverjum flokki verðlaunaður. Svellkalt stigamót UÍA í frjálsum Hlutskörpust urðu: Stelpur 11 ára: Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti. Strákar 11 ára: Daði Þór Jóhannsson, Leikni. Stelpur 12–13 ára: Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti. Strákar 12–13 ára: Mikael Máni Freysson, Þristi. Strákar 14–15 ára: Daði Fannar Sverrisson, Hetti. Karlar 16 ára og eldri: Örvar Þór Guðnason, Hetti. Sigurvegararnir hlutu fallega verðlauna- gripi úr gleri sem minntu um margt á ísmola, en það fór vel á því, enda afar kalt í Fjarðahöllinni þennan dag. Dregin voru út tvenn útdráttarverðlaun og féllu þau í skaut Einars Bessa Þórólfs- sonar, Þristi, sem fékk glaðlegt hreindýra- jólabindi til að skarta um hátíðarnar, og Jóhönnu Malenar Skúladóttur, Þristi, sem fékk hreindýrshornaspöng og rautt Rúdólfsnef. Sigurvegarar stiga- keppninnar. Á mynd- ina vantar Hrefnu Ösp Heimisdóttur. Sprettur, afrekssjóður UÍA og Alcoa, styrkir árlega ungt og efnilegt íþróttafólk á Aust- urlandi til frekari afreka og öfluga þjálfara og íþróttafélög á svæðinu til góðra verka. Alls bárust 37 bárust umsóknir í sjóðinn að þessu sinni. Laugardaginn 26. nóvember sl. fór fram formleg afhending styrkja úr sjóðnum í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Afreksstyrki hlutu Heiðdís Sigurjóns- dóttir, frjálsíþrótta- og knattspyrnukona, Hetti, og Lilja Einarsdóttir, blakkona, Þrótti, 100.000 kr. hvor. Þeir Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknatt- leiksmenn úr Hetti, hlutu 50.000 kr. hvor. Iðkendastyrki að upphæð 50.000 kr. hlutu Alexandra Sigurþórsdóttir, fimleika- Styrkhafar ásamt Guðnýju Björgu Hauksdóttur, fulltrúa úthlutunarnefndar. Á myndina vantar nokkra af styrkhöfum. kona úr Hetti, Eiríkur Ingi Elísson, skíða- maður úr Skíðafélaginu í Stafdal, Lilja Tekla Jóhannsdóttir, skíðakona úr Þrótti, Ragnar Pétursson, knattspyrnumaður úr Hetti, og Örvar Þór Guðnason, frjáls- íþróttamaður í Hetti. Þjálfarastyrki hlutu: Eysteinn Húni Hauksson, knattspyrnuþjálfari hjá Hetti, 60.000 kr., fimleikadeild Hattar 50.000 kr. og Bjartur Þór Jóhannsson, skíðaþjálfari hjá Þrótti, 40.000 kr. Félagsstyrki hlutu Skautafélag Aust- urlands 50.000 kr. vegna uppbyggingar vélfrysts skautasvells, blakdeild Hattar 50.000 kr. vegna blakæfinga fyrir 10–12 ára og skíðadeildir Austra, Vals og Þróttar 50.000 kr. vegna skíðaskóla. Úthlutað úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.