Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 4. tbl. 2011 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Sigurður Guð- mundsson, Hildur Bergsdóttir o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánar- dóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumynd: Verðlaunaafhending og viðurkenningar í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ fóru fram í þjónustumiðstöð UMFÍ 8. desember sl. Á myndinni eru þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll. Frá vinstri: Guðbjartur Guðbjartsson, Birna Steingrímsdóttir og Ástríður Helga Sigurðardóttir. Á myndina vantar Þröst Vilhjálmsson. Mjög góð þátttaka var í verkefnunum í sumar. Árið, sem nú er að renna sitt skeið á enda, hefur verið afar viðburðaríkt í sögu Ungmennafélags Íslands og skal engan undra. Tvö stórmót voru haldin, annað þeirra Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í fyrsta sinn á Hvammstanga og hitt var Unglinga- landsmótið sem haldið var í 14. sinn á Egilsstöðum. Bæði þessi mót fóru einstaklega vel fram og voru hreyf- ingunni til sóma. UMFÍ stóð fyrir fjölda annarra verkefna sem voru vel sótt af almenningi. Í okkar hraða þjóðfélagi, þar sem hlutirnir breytast fljótt, eru mögu- leikarnir endalausir. Styrkur og mátt- ur UMFÍ er mikill og þessi fjölmennu samtök munu hér eftir sem hingað til vinna að góðum málum fyrir land og þjóð. Miklir og spennandi tímar blasa við og krafturinn og áræðnin hafa aldrei verið meiri. Félagar í hreyfingunni hafa margir skarað fram úr á árinu sem er að líða. Árangur knattspyrnuliða í sumar var einstaklega góður, lið fóru upp um deild og Stjarnan úr Garðabæ tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvenna- flokki í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hópfimleikalið Gerplu úr Kópavogi gerir það ekki endasleppt frekar en fyrri daginn. Gerpla varð í nóvember Norðurlandameistari en fyrir tæpu ári síðan varð liðið Evrópumeistari í þessari upprennandi íþróttagrein. Árangur Gerplustúlkna er frábær, þær eru handhafar tveggja stórra titla. Það segir ýmislegt um þá gríð- arlega vinnu sem liggur þar að baki. Árið 2011 rennur brátt sitt skeið á enda. Árið var viðburðaríkt hjá ung- mennafélagshreyfingunni, hún stóð í ströngu, en þegar litið er um öxl mega félagar vera afar stoltir og geta horft bjartsýnisaugum til framtíðar. Á nýja árinu blasa við ný tækifæri. Unglingalandsmót verður haldið á Selfossi og Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ. Margt fleira væri hægt að nefna. Íþrótta- og æskulýðsstarf hefur aldrei verið mikilvægara en á þeim tímum sem við lifum nú. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að þess- um málaflokki og að við pössum upp á það sem aldrei fyrr að börn og unglingar eigi greiðan aðgang að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Það er án nokkurs vafa stór þáttur í öflugu forvarnastarfi. Skinfaxi óskar ungmenna- félögum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Íþrótta- og æskulýðsstarf hefur aldrei verið mikilvægara Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: Á sjötta tug nemenda við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti komu í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ 24. nóvember sl. til að kynnast starfsemi hreyfingar- innar. Nemendurnir voru flestir af íþróttabraut skólans og komu í fylgd Torfa Magnússonar, íþróttakennara við skólann. Nemendurnir fræddust um verkefni sem UMFÍ stendur fyrir og sýndu mikinn áhuga í heimsókninni. Nemendur af íþróttabraut FB fræddust um starfsemi UMFÍ Helga Dagný Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Evrópu unga fólksins, fræddi nemendurna um verkefnið og það sem er í boði fyrir þá í Evrópu. Nemendur af íþróttabraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti hafa komið reglulega hin síðustu ár í heimsókn í þjónustumið- stöðina. Þó nokkuð er um að hópar komi og fræðist um starfsemina innan UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.