Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands FIMLEIKAR: Kvennalið Gerplu varð Norðurlanda- meistari í hópfimleikum, en mótið fór fram í Larvik í Noregi 12–13. nóvember sl. Árangur Gerplustúlkna var frábær, nú eru þær handhafar tveggja stærstu titlanna í hópfimleikum en liðið er nú- verandi Evrópumeistari í þessari grein. Gerpla vann sannfærandi sigur og hlaut samtals 49.100 stig. Sænska liðið Höganäs varð í öðru sæti með 47.950 stig. Örebro frá Svíþjóð lenti í þriðja sæti með 46.800 stig og B-sveit Gerplu lenti í sjötta sæti með 42.700 stig. A-sveit Gerplu hlaut flest stig allra í dans- inum og á trampólíni en Höganäs flest stig í æfingum á dýnu. Gerpla hlaut 16.550 stig fyrir dansinn, 16.750 stig fyrir trampólín- æfingarnar og 15.800 stig fyrir æfingar á dýnu. Keppnin var mjög spennandi og þurfti hópurinn svo sannarlega að leggja allt und- ir til að sigra á mótinu. Eftir fyrstu umferð var Gerpla P1 í fjórða sæti eftir nokkuð lága einkunn á dýnustökki miðað við styrkleik- ann í stökkunum sem stúlkurnar sýndu en þær fengu 15,8 stig fyrir æfingar sínar. Fyrir ofan þær var lið Höganäs með 16,15 og Bolbro með 16,1 og einnig Örebro með 16,05. Það var því á brattann að sækja. Næst fóru stúlkurnar í trampolínstökk. Framkvæmdu þær æfingar sínar mjög vel með miklum erfiðleikagildum sem skiluðu alls 16,75 sem var jafnframt hæsta einkunn á öllum áhöldum í kvennaflokki. Eftir aðra umferð leiddi Gerpla P1 mótið en þó aðeins með 0,1 stigi. Því var rafmagnað andrúms- loft í íþróttahöllinni í Larvik þegar stúlkurn- ar í P1 úr Gerplu byrjuðu æfingar sínar á gólfi við mikinn fögnuð fjölmargra Íslend- inga sem voru viðstaddir. Stúlkurnar hafa áður hlotið mjög háar einkunnir á gólfi og vissu að með fullkomnum æfingum stæðu þær uppi sem sigurvegarar. Dansinn hjá stúlkunum var óaðfinnanlegur sem skilaði þeim 16,55 stigum en það var einnig lang- hæsta einkunn sem gefin var í kvenna- flokki fyrir gólfæfingar. Því má segja að með feiknasterkum æfingum á trampolíni og gólfæfingum hafi hópurinn náð að vinna sig upp úr fjórða sæti í fyrsta sæti og sigra með yfirburðum, samtals 49,1 stigum. Í öðru sæti varð Höganäs með 47,95 stig og Örebro með 46,8 stig en þessi lið eru bæði frá Svíþjóð. Þegar upp er staðið hefur stúlkunum því, þrátt fyrir áföll í aðdraganda mótsins, tekist að landa Norðurlandameistaratitli í hópfimleikum. Eru þær því bæði ríkjandi Norðurlanda- og Evrópumeistarar í hóp- fimleikum kvenna. Það er árangur sem vert er að staldra við. Að sögn Dóru Sifjar Óskarsdóttur, sem búsett er í Noregi og æfði árum saman með Gerplu, var sérstaklega gaman að fylgjast með framgöngu stúlknanna í P1 sem hafi heillað alla í höllinni en jafnframt hafi verið ánægjulegt að fylgjast með öllum íslensku keppendunum. Það er auðséð að mikið og gott starf er unnið í fimleikafélögunum á Íslandi í dag að sögn Dóru Sifjar. Lið Stjörnunnar/Ármanns keppti í blönd- uðum flokki og vann til bronsverðlauna. Norðurlandameistararnir eru: Ásdís Guð- mundsdóttir, Ásta Þyrí Emilsdóttir, Eva Dröfn Benjamínsdóttir, Fríða Rún Einars- dóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Hafdís Jóns- dóttir, Harpa Snædís Hauksdóttir, Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, Íris Mist Magnús- dóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Karen Sif Viktorsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Sif Pálsdóttir, Sigrún Dís Tryggvadóttir og Valgerður Sigfinnsdóttir. Gerpla handhafi tveggja stærstu titlanna í hópfimleikum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.