Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.11.2011, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Vinningshafar í Ratleiknum Við athöfn, sem haldin var á Bessastöðum 26. nóvember sl., voru vinningshöfum í Ratleiknum afhent glæsileg verðlaun. Þessi leikur var í tengslum við forvarnadag- inn sem haldinn var 5. október. Ratleikur- inn var samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Bandalags íslenskra skáta. Framhaldsskólarnir með Þátttakan í ratleiknum var mjög góð eins og endranær og tóku mörg hundruð grunn- og framhaldsskólanemendur þátt með því að svara ákveðnum spurningum sem tengdust þeim aðilum sem að framan greindi. Þess má geta að framhaldsskól- arnir í landinu tóku að þessu sinni þátt í forvarnadeginum í fyrsta skipti. Vinningshafarnir, sem dregnir voru út, voru Alma Stefánsdóttir, Menntaskólan- um á Akureyri, Hugrún Harpa Björnsdóttir, Vallaskóla á Selfossi, og Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir, Grunnskólanum á Egilsstöðum. Besta myndbandið Þá fór fram í fyrsta skipti samkeppni um besta myndbandið. Bjarni Þórarinsson, Tjarnarskóla, bar sigur úr býtum með mynd- ina sem ber heitið Ekki byrja of snemma. Snorri Hertervig, Tækniskólanum, lenti í öðru sæti með myndina Bekkur í strand og þeir Einar Ólafur Vilmundarson, Viktor Daði Einarsson og Gunnar Agnarsson, Flensborgarskóla, höfnuðu í þriðja sæti með myndina Áfengi og heili. Frá afhendingu viðurkenninga vegna Ratleiks forvarnadagsins á Bessastöðum. Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is F M BS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.