Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 „Andinn mikli setti mig hér niður ... til að sjá vel um jörðina og til að við gerum hvert öðru ekkert illt.“ Þannig mælti ungur frumbyggi í Ameríku fyrir árhundruðum. Þessi orð unga frum- byggjans mættu margir taka sér til fyrir- myndar í þeim heimi sem við lifum nú í. Það er vert að staldra aðeins við þessi orð því að þau eiga fullt erindi til okkar í dag og ef til vill eiga þau enn frekar við í dag en þá. Dagur íslenskrar náttúru var 16. septem- ber sl. og var hans minnst með margvíslegum hætti. Ungmennafélag Íslands er einn af þeim aðilum sem lögðu hönd á plóg í tilefni dags- ins. Farið var í átak með útvarpsstöðinni Bylgj- unni þar sem heyra mátti allan daginn áróð- ur sem hafði það að markmiði að vekja umhverfisvitund þjóðarinnar frá því smáa til hins stóra undir slagorðinu „Hreint land, fagurt land“. Þetta framtak hreyfingarinnar kemur til vegna þess að umhverfismál eru og hafa verið hreyfingunni hugleikin. Allt frá uppgræðslu lands, heftun foks, skógrækt, hreinsun stranda, árbakka og nærumhverfis hefur ungmennafélagshreyfingin tekið til hendinni. En betur má ef duga skal. Við sem þjóð þurfum að taka saman höndum og breyta hugarfari okkar því að við erum á góðri leið með að verða umhverfissóðar. Það er ömur- legt að segja þetta og enn verra að þurfa að viðurkenna það. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur. Hvarvetna getur að líta rusl sem á heima í ruslafötum en ekki á gangstéttum, göngustígum, á skólalóðum, íbúðarlóðum, meðfram þjóðvegum, á girð- ingum, í gjótum í hrauninu, í kvikmynda- sölum, útihátíðum, íþróttamótum svo að eitthvað sé upptalið. Við þurfum hugarfars- breytingu. Við skulum sameinast um að hugsa og framkvæma í þeim anda að „eitt rusl á dag kemur skapinu í lag“. Einsetjum okkur að þegar við göngum fram á óþarfa rusl, hvort heldur er innan eða utan dyra, þá tökum það upp og setjum í næsta rusladall. Því að við megum ekki, þegar við hugsum um hvernig við getum komið einhverju stór- kostlegu til leiðar, líta fram hjá því smáa sem við getum gert dag hvern og sem í áranna rás verður að einhverju stórkostlegu sem við sjáum oft alls ekki fyrir. Munum að hver lang- ferð hefst á litlu skrefi. Markmiðið á alltaf að vera hreint land, fagurt land. Allt sem þarf til er jákvætt viðhorf „Andinn setti mig líka niður til að við ger- um hvert öðru ekkert illt.“ Það er enginn full- kominn en hverjum og einum er hollt að hugsa um aðra en bara sjálfan sig. Umræðan í íslenskum fjölmiðlum undan- farin misseri hefur verið full af neikvæðum fréttum af mönnum og málefnum og svo sannarlega er ekki alltaf tekið mið af því gamalkunna að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þessi skaðlega umfjöllun hefur áhrif út um allt þjóðfélagið sem aftur veldur því að vanlíðan fólks eykst. Við þurfum hugarfars- breytingu hvað þetta varðar, alveg eins og varðandi umhverfisvitundina. Hleypa meiri birtu og yl inn í lífið og tilveruna og spyrja okkur: „Hvað get ég gert til að bæta mann- lífið,“ en ekki: „Hvað geta allir hinir gert fyrir mig.“ Enn og aftur er það samheldnin sem skiptir máli, ekki sundrungin. „Gerðu allt það góða sem þú getur, með öllum þeim ráðum sem þú hefur tök á, alls staðar þar sem þú getur komið því við og gagnvart öllu því fólki er þú getur nærð til, eins lengi og þú framast getur.“ (John Wesley, 1703–1791.) Með óskum um að komandi vetur verði okkur öllum góður. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Björn B. Jónsson gerður að heiðursfélaga UMFÍ Björn B. Jónsson var gerður heiðursfélagi Ungmennafélags Íslands á nýliðnu 47. sambandsþingi hreyfingarinnar. Heiðurs- félaganafnbót UMFÍ er æðsta viðurkenn- ing sem hreyfingin veitir. Björn, sem er búfræðingur, garðyrkju- fræðingur og skógarverkfræðingur að mennt, hefur alla tíð verið áhugasamur um ungmennafélagsmál en hann gekk í Ungmennafélag Biskupstungna 14 ára gamall. Hann varð síðar formaður félags- ins og og einnig formaður Héraðssam- bandsins Skarphéðins um tíma. Árið 1995 var Björn kjörinn í stjórn UMFÍ og tók að sér starf varaformanns. Því starfi gegndi hann í sex ár eða þar til hann var kjörinn formaður hreyfingarinnar 2001 og gegndi starfinu til ársins 2007. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ásamt Birni B. Jóns- syni, nýkjörnum heiðursfélaga, á 47. sambands- þingi UMFÍ. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í fjórða sinn í sumar en skólinn er ætlaður ung- mennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmenn- in koma saman á hádegi á mánudegi og skólanum lýkur síðan á hádegi á föstudegi í sömu viku. Eins og endranær var lögð áhersla á kennslu í frjálsum íþróttum en auk þess var farið í sund, óvissuferðir og leiki ýmiss konar og kvöldvökur voru haldnar. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ: Hlökkum til næsta sumars Í sumar fór skólinn fram á Egilsstöðum, Selfossi, Borgarnesi og á Sauðárkróki. „Aðsóknin að skólanum í sumar var góð og áhuginn mikill hjá þátttakendum. Við erum mjög ánægð með hvernig þetta verk- efnið gengur og við hlökkum til næsta sumars þegar skólinn verður starfrætur í fimmta sinn,“ sagði Sigurður Guðmunds- son, landsfulltrúi hjá UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.