Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Stefnir í tólf þúsund skráningar á þessu ári „Það var gaman að sjá hve margir tóku þátt í almenningsíþróttaverkefninu í sumar og nýttu sér skráningarkerfið á ganga.is til að halda utan um hreyfingu sína í Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga. Í fyrra skráðu sig um 12 þúsund einstaklin- gar í gestabækur í verkefninu Fjölskyldan á fjallið og ég held að það stefni í svipaðan fjölda í ár. Það kemur endanlega í ljós síðar í haust hver fjöldinn er þegar við tökum gestabækurnar saman,“ sagði Sig- urður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, í samtali við Skinfaxa um verkefnin sem standa almenningi til boða. Sigurður sagði ennfremur greinilegt að Göngum um Ísland Í byrjun sumars kom út bókin Göngum um Ísland. Bókin er alls 128 blaðsíður og þar er að finna útlistun á 300 stuttum göngu- leiðum víðs vegar um landið og lýsingu á þeim 24 fjöllum sem sambandsaðilar UMFÍ tilnefndu í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Í bókinni er einnig að finna ýmsan fróðleik, t.d. um hvað þurfi að hafa í huga þegar lagt er af stað í gönguferð. Bókinni var dreift á allar N1-stöðvar sem og á sund- staði, upplýsingamiðstöðvar og víðar. ganga.is Vefsíðan www.ganga.is hefur frá upphafi fallið vel í kramið meðal landsmanna en síðan er aldrei vinsælli en yfir sumartím- ann. Vefsíðan hefur að geyma fjöldann allan af gönguleiðum um allt land sem og fréttir og ýmsa fróðleiksmola sem tengjast hreyfingu. Á vefsíðunni er þátttakendum gert kleift að halda utan um og fylgjast grannt með þeirri hreyfingu sem þeir hafa stundað og margir nýta sér þennan valkost allan ársins hring. Fjölskyldan á fjallið Fjölskyldan á fjallið hefur slegið í gegn hjá UMFÍ. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið þátt í verkefninu frá vori og fram á haust. Tuttugu sambandsaðilar hafa tilnefnt fjöll í verkefnið og skipulagt göngur á þau. Árlega skrá um 12.000 manns nöfn sín í gestabækur sem komið hefur verið fyrir á tindum þessara tilgreindu fjalla. Flest fjallanna eru auðveld uppgöngu og því kjörin fyrir fjölskylduna að ganga á. Mark- miðið með verkefninu er að fá fjölskyldur í léttar fjallgönguferðir og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Góð þátttaka í almenningsíþrótta- verkefnum sumarsins fjallgöngur séu mjög vinsælar og margir gangi á fjöll nú um stundir. Dæmi eru um einstakling sem hafi skráð að hann hafi gengið á yfir 100 fjöll. Margir hafi líka gengið á 30–40 sem væri líka frábær árangur. Sigurður sagði æ fleiri nýta sér efni sem væri að finna á ganga.is en þar er greint frá fjölmörgum gönguleiðum um allt land. Einnig má finna þar fróðleik um ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í gönguferð. Verkefnið Komdu að hjóla, synda eða ganga var haldið í annað sinn í sumar og sagði Sigurður að það yrði með óbreyttu sniði á næsta ári. Verkefnið stóð formlega yfir til 15. september en áfram er hægt að skrá hreyfingu inn á ganga.is. Ungmennasamband Borg- arfjarðar, UMSB, stóð fyrir fjórum göngum í sumar. Fyrsta gangan var farin á Strút en í framhaldi af henni voru skipulagðar þrjár kvöld- göngur sem tileinkaðar voru skógum á svæðinu. Þann 14. júlí var gengið um Fannahlíð undir leiðsögn Björns Þór- oddssonar. Þann 21. júlí var gengið um Skorradal undir leiðsögn Friðriks Aspe- lund og Birgis Haukssonar og þann 28. júlí var gengið um skógarreitinn á Lundi í Lundarreykjadal auk skógarreits við gamla félagsheimili Ungmennafélagsins Dag- renningar undir leiðsögn Jóns Gíslasonar. Fjórar göngur á vegum UMSB í sumar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.