Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 3. tbl. 2011 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Sigurður Guð- mundsson, Guðmundur Karl Sigurdórs- son, Eva Björk Ægisdótir, Garðar Eðvalds- son, Mgnús Hlynur Hreiðarsson, Gunnar Gunnarsson, Páll Friðriksson, Guðjón Bjarni Hálfdánarson, Harpa Hlynsdóttir o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánar- dóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumyndir: Birna Steingrímsdóttir hefur gengið á hátt í 200 fjöll á þessu ári. Á myndinni er Birna við Tröllakirkju á Kolbeinsstaðafjalli í sumar. Neðri mynd til vinstri: Frá Unglingalands- mótinu á Egilsstöðum í sumar. Neðri mynd til hægri: Stjörnustúlkur fagna fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu. Viðburðaríkt sumar er að baki hjá Ungmennafélagi Íslands. Unglinga- landsmótið á Egilsstöðum um versl- unarmannahelgina heppnaðist einstaklega vel, skipulagning og stjórn á mótinu var til fyrirmyndar og fjöldi keppenda og gesta lagði leið sína á mótið og naut einskærrar veðurblíðu. Skráningar voru um 1300 talsins, en talið er að á bilinu 10–12 þúsund gestir hafi verið á mótinu. Það krefst tíma og góðrar skipulagningar að halda mót á borð við Unglingalandsmót en stærð og umgjörð þeirra er mikil. Fram- kvæmdaaðila mótsins, UÍA, fórst þetta verkefni vel úr hendi, upp- skeran var frábært mót og allir skemmtu sér hið besta. Aðstaðan öll á Egilsstöðum til íþróttaiðkana er einstaklega góð og keppendur nutu góðs af henni. Mótinu var slitið með glæsilegri flugeldasýningu. UÍA-félagar geta borið höfuðið hátt en öll framkvæmdin var til sóma. Unglingalandsmótin hafa skapað sér mikilvægan sess í hugum lands- manna og mun svo verða um ókom- in ár. Við getum farið að hlakka til næsta móts sem verður haldið á Selfossi 2012. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga í sumar og eru menn sammála um að vel hafi tekist til. Það tekur alltaf tíma fyrir mót að festa rætur en fjöldi þátttak- enda á mótinu gefur góð fyrirheit. Þetta mót á sannarlega framtíðina fyrir sér enda var tími til kominn að þessi aldursflokkur fengi vettvang til að spreyta sig og eiga stund saman. Framkvæmd mótsins tókst einstaklega vel og var heimamönn- um til sóma. Ákveðið hefur verið að 2. Landsmót UMFÍ 50 + verði haldið í Mosfellsbæ næsta sumar. Önnur verkefni UMFÍ gengu vel í sumar. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í fjórða sinn og gekk eins og áður vel. Skólinn var haldinn á fimm stöðum víðs vegar um landið og þátttakan var með ágætum. Ljóst er að þetta verkefni hefur sannað gildi sitt. Verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga var haldið í annað sinn og var þátt- takan mjög góð. Mikil vakning er meðal almennings um hreyfingu og náðu margir þátttakendur einstök- um árangri. Dæmi er um einstakl- ing sem gengið hefur á um 200 fjöll á þessu ári. Ungmennafélög náðu frábærum árangri í knattspyrnunni í sumar. Ungmennafélagið Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvenna- knattspyrnu í fyrsta sinn. Tindastóll/ Hvöt sigraði í 2. deild karla og tryggði sér sæti í 1. deild. Höttur frá Egilsstöð- um hafnaði í öðru sæti og fylgir Tindastóli/Hvöt upp í 1. deild. Ung- mennafélag Selfoss endurheimti sæti sitt í úrvalsdeild karla, en liðið lenti í öðru sæti á eftir Skagamönn- um. Kvennalið Selfyssinga gerði sömuleiðis góða hluti og tryggði sér sæti í úrvalsdeild kvenna. Viðburðaríkt sumar og góð þátttaka í verkefnum UMFÍ Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: Þegar lokið var ritun 100 ára sögu UMFÍ fóru menn að huga að því að koma sögu- legum skjölum hreyfingarinnar til Þjóð- skjalasafns Íslands en þangað eiga þau að fara lögum samkvæmt. Jón M. Ívarsson, söguritari UMFÍ, afhenti stóran hluta þeirra á Þjóðskjalasafni í september og þangað geta áhugamenn um söguna leitað að upplýsingum sem tengjast UMFÍ eða ein- stökum ungmennafélögum. Meðal merkra skjala má nefna gjörða- bækur UMFÍ í 100 ár, skjöl fjórðungssam- banda, lög allmargra félaga, leikritasafn, gögn um Landsmótin og síðast en ekki síst allar þær ársskýrslur sem ungmennafélög hafa sent UMFÍ í gegnum tíðina en þær skipta þúsundum. Skrá um afhendinguna er til hjá UMFÍ. Alls voru þetta 78 kassar sem fóru en annað eins bíður betri tíma. Skjöl UMFÍ sett á Þjóðskjalasafnið Frá flutningnum í Þjóðskjalasafnið. Jón M. Ívarsson og Sófus bílstjóri með nokkra kassa á leið á safnið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.