Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Kári Steinn Karlsson, hlaupari úr Breiða- bliki, setti 25. september sl. glæsilegt Íslandsmet í Berlínarmaraþoninu en hann hljóp vegalengdina á 2:17,12 klukkustund- um. Þessi tími tryggir honum jafnframt keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London á næsta ári. Kári Steinn kom 17. í mark og 6. í sínum aldursflokki. Um 40.000 hlaup- arar tóku þátt í hlaupinu sem er eitt það stærsta sem haldið er í heiminum ár hvert. Kári Steinn sló 26 ára gamalt Íslands- met Sigurðar Péturs Sigmundssonar en það setti hann einmitt í Berlínarmaraþon- inu árið 1985. Jafnt og gott hlaup Kári Steinn er fyrsti íslenski karlmaðurinn sem tryggir sér keppnisrétt í maraþon- hlaupi á Ólympíuleikum. Martha Ernsts- dóttir tók fyrst Íslendinga þátt í maraþon- hlaupi á Ólympíuleikum þegar hún tók þátt í leikunum í Sydney fyrir 11 árum. Fyrstur í mark í hlaupinu á nýju heims- meti var Patrik Makua frá Kenýa en hann rann skeiðið á 2:03:38 klst. Hlaupið hjá Kára Steini var nokkuð jafnt en millitímar hans voru sem hér segir: • 5 km 16:08 mín. • 10 km 32:20 mín. • 15 km 48:25 mín. • 20 km 1:04:28 klst. • 25 km 1:20:31 klst. • 30 km 1:26:43 klst. • 25 km 1:53:03 klst. • 40 km 2:10:02 klst. Fyrri hluta hlaupsins fór hann á 1:07:58 klst. en þann síðari á 1:09:15 klst. Meðal- hraði Kára Steins var um 18,45 km á klst. og að jafnaði fór hann hvern km á 3:15 mín. Kári Steinn Karlsson náði frábærum árangri í Berlínarmaraþoninu: Sló 26 ára gamalt met og vann sér keppnisrétt á Ólympíuleikum Hlakka til komandi verkefna „Ég er nýbyrjaður að æfa aftur en ég tók mér þriggja vikna hvíld eftir Berlínarmara- þonið. Ég hvíldi mig vel líkamlega og ekki síst andlega áður en stífar æfingar tóku við að nýju. Stefnan núna er hlaupa götuhlaup hér heima en í kringum áramótin er mein- ingin að fara til Suður-Afríku í æfingabúðir. Í lok janúar er stefnan að taka þátt í Miami- maraþoninu. Síðan taka við æfingar áfram og 10 km og hálfmaraþonhlaup í vor. Ég er með þessu að vinna í hraða og styrk sem skilar sér vel í sjálfu maraþoninu. Ég ætla síðan í aðrar æfingabúðir rétt fyrir Ólympíu- leikana. Þetta leggst vel í mig, ég er í góðu standi og hlakka til komandi verkefna,“ sagði Kári Steinn Karlsson í spjalli við Skinfaxa. Efri myndi: Kári Steinn fyrir framan Branden- borgarhliðið í Berlin. Neðri mynd: Kári Steinn ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni, en hann er einn af þekktari langhlaupurum Íslendinga. Kári Steinn Karlsson sló 26 ára gamalt Íslandsmet í maraþon- hlaupi í Berlínarmaraþoninu. Velkomin á Selfoss Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.