Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Guðbjartur Guðbjartsson hefur gengið á 100 fjöll á þessu ári: Nýt þess að hreyfa mig og kynnast góðu fólki Guðbjartur Guðbjartsson tók þátt í almenn- ingsíþróttaverkefninu hjá UMFÍ í fyrsta sinn í sumar. Guðbjartur hafði gengið áður á eigin spýtur en var að hugsa um að ganga með Ferðafélagi Íslands og taka þá fyrir eitt fjall á viku. Hann gaf sér samt ekki tíma til að gera þetta því að hann tók þátt í öðru verkefni sem fólst í því að ganga þvert yfir landið með Útivist, frá Reykjanestá á Langanes. „Ég hugsaði með mér að ég skyldi gera þetta sjálfur, á eigin forsendum, fór að labba og tók yfir 50 fjöll í fyrra. Mér tókst hins vegar að tvöfalda þann árangur á þessu ári, fjöllin eru orðin alls um 100 talsins. Ég geng reynd- ar á hverjum degi, að lágmarki hálftíma í hvert sinn. Það eru svona um þrjú ár síðan að ég fór byrjaði að labba að einhverju ráði. Um leið og ég sá verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga ákvað ég að skrá mig inn það fyrst ég var að skrá allt hvort eð var. Ég skrái sjálfur í Excel hverja ein- ustu hreyfingu, allt sem ég syndi, labba eða hjóla,“ sagði Guðbjartur Guðbjartsson í samtali við Skinfaxa. – Hvað kom til þess að þú fórst að hreyfa þig svona mikið? „Ég hafði bara gaman af hreyfingu og fjalla- ferðum og maður er aldeilis búinn að kynn- ast landinu á þessu labbi,“ sagði Guðbjartur. Aðspurður hvort hann hefði verið mikið í íþróttum á yngri árum svaraði Guðbjartur að hann hafði aldrei stundað neinar íþróttir. „Ég var aldrei í íþróttum. Ég byrjaði að hreyfa mig af einhverri alvöru í enduðum apríl 2008, um svipað leyti og ég missti konuna mína. Þetta blundaði í mér en við vorum að dunda í öðru, hjónin, fórum mikið í útilegur en ekki mikið í göngur. Ég fór aftur á móti sjálfur í smala- Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins mennsku á haustin sem stóðu yfir í svona viku og það var eina hreyfingin,“ sagði Guðbjartur. Guðbjarti finnst verkefnið frábært framtak hjá UMFÍ. Hann sagði þetta ýta sér áfram og vafalaust mörgum öðrum. „Ég sé fyrir mér að taka þátt í þessu áfram og bara hreyfa mig almennt. Á þessu ári er ég búinn að ganga á 100 fjöll og þar að auki er ég búinn að ganga á 8–9 fjöll tvisvar þannig að ég er alltaf að ganga á nýtt fjall. Næsta fjallið, sem ég ætla að ganga á, verður Hekla, með Útivist. Ég hef einu sinni gengið á Esjuna á þessu ári þannig að hún er ekki að trufla mig. Í hvert sinn sem ég legg í hann reyni ég að ganga á nýtt fjall. Hreyfingin hjá mér felst aðallega í göngu en samt hjóla ég aðeins og fer í vikuhjólaferð með Útivist alla vega einu sinni á ári. Ég er í góðu formi, mað- ur fer nú aðeins á slaka á þegar haustar en ég var mjög duglegur í sumar. Ég nýt þess að hreyfa, maður kynnist mörgu góðu fólki og þetta er bara gaman í alla staði,“ sagði Guðbjartur Guðbjartsson. Að ofan: Guðbjart- ur veður yfir á í einni af gönguferð- um sínu. Til vinstri: Guð- bjartur á Hvanna- dalshnjúki. Velkomin á Selfoss Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.