Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Þann 31. júlí 2011 lagði af stað 14 manna hópur sem í voru 12 stelpur og einn strák- ur á aldrinum 16–18 ára frá öllum lands- hlutum upp í ævintýraferð á vegum Ung- mennasamtaka Norðurlandanna. Ferð- inni var heitið til Svíþjóðar, þaðan var hald- ið til Álandseyja þar sem eyjarnar voru þræddar hver af annarri og hópurinn endaði ferðina í Helsinki áður en haldið var heim á leið. Hópurinn hittist allur í fyrsta skipti á Umferðarmiðstöðinni BSÍ. Sumir úr hópnum þekktust fyrir en aðrir höfðu aldrei hist. Farar- stjóri ferðarinnar, Guðjón Bjarni Hálfdánar- son, sá strax við fyrstu kynni að hópurinn ætti eftir að ná vel saman enda allir þátttak- endur virkir þátttakendur í héraðssambönd- um sínum. Það er nú einu sinni þannig að ungmennafélagar ná fljótt og auðveldlega saman og það er forskrift fyrir því að allt sem Ein skemmti- legasta vika sem Íslend- ingar hafa upplifað Ungmennavika NSU: á eftir komi verði gaman. Auk Guðjóns Bjarna tóku þátt í ferðinni Jóhannes Páll Lárusson, Rakel Brá Siggeirsdóttir, Eygló Hrund Guð- mundsdóttir, Þórunn Nanna Ragnarsdóttir, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Gunnhildur Björnsdóttir, Erna Sigrún Valgeirsdóttir, Aldís Eir Sveinsdóttir, Rannvá Björg Þorleifsdóttir, Kolfinna Rún Gunnarsdóttir, Sigrún Jónsdótt- ir, Margrét Lúðvígsdóttir og Sveinborg Katla Daníelsdóttir. Þegar komið var á Leifsstöð voru strax myndaðir litlir hópar innan hópsins. Fóru þeir eins og stormsveipur um fríhöfnina og keyptu allt sem hönd á festi. Það átti ekki einungis að nýta ferðina til að kynnast nýju fólki heldur einnig til að versla. Flugferðin til Svíþjóðar gekk mjög vel en þegar flugvélin lenti byrjaði óvissan fyrir alvöru. Á flugvellinum hittum við fararstjóra norska hópsins sem fylgdi okkur á farfugla- heimilið sem við gistum á, Stockholms Hostel. Íslenski hópurinn var fyrstur á farfuglaheimil- ið, þremur klukkutímum áður en skipulögð dagskrá átti að hefjast. Íslensku þátttakend- urnir voru fljótir að átta sig á því hvað ætti að gera við þann tíma, verslanir í Stokkhólmi voru þræddar fram á síðustu mínútu frítímans. Upp úr 18:00 þann 31. júlí voru síðustu þátttakendurnir að mæta á farfuglaheimilið. Þeir komu sér þægilega fyrir og hittu fyrir herbergisfélaga sína. Sofið var í 4–6 manna herbergjum og þátttakendum frá mismun- andi löndum blandað saman. Um kvöldið var haldið af stað í almenningsgarð í Stokk- hólmi þar sem Ungmennavikan var form- lega sett ásamt því að farið var í leiki til þess að brjóta ísinn á milli þátttakendanna. Íslensku þátttakendurnir héldu sig nokkuð til hlés í leikjunum í þetta skiptið en það átti heldur betur eftir að breytast þegar lengra leið á. Mánudaginn 1. ágúst voru þátttakendur vaktir kl. 05:30 og þeim smalað út í rútu sem keyrði þá í ferjuna Isabella er sigldi með hóp- inn til Mariehamn, lítils bæjar á Álandseyjum. Um borð í ferjunni var öllum þátttakendum skipt niður í ákveðin lið sem kepptu í ýmsum leikjum í gegnum alla ferðina. Fyrsti leikurinn var um borð í ferjunni en þar þurftu þátttak- endurnir að leysa ýmsar þrautir og safna stig- um, þrautir á borð við t.d. naglalakka ferju- Íslensku þátttak- endurnir þrettán á ungmennaviku NSU 2010. 18 ára ábyrgð á börnum okkar eru ekki innantóm orð, nærgætni, virðing og handleiðsla foreldra skiptir máli

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.