Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 gesti, fá börn til að syngja og safna hlutum tengdum ferjunni. Þegar til Mariehamn var komið tók annar leikur við. Þátttakendur áttu að halda af stað í hópunum í gönguferð um bæinn, finna helstu kennileiti bæjarins og taka myndir af öllum hópnum þar. Það eina sem hóparnir fengu voru myndir af kennileitunum og áttu þeir að finna leiðina að þeim sjálf. Sumir hóp- ar keyptu kort á meðan aðrir notuðu íbúa bæjarins til að leiðbeina sér á rétta staði. Upp úr þessu komu hinar skemmtilegustu myndir og þekking á bænum Mariehamn. Hópnum var síðan smalað upp í rútu og hald- ið af stað til Godby þar sem dvalið var í þrjá daga. Í Godby fór fram Ungmennavikan fram að mestu leyti. Þar var þátttakendum skipt upp í nýja hópa og unnið var að hugmyndum um hvernig hægt væri að nýta ungmennafélög- in til að hjálpa innflytjendum að aðlagast menningu þess lands sem þau voru komin til ásamt því að reyna að kynna þátttakend- ur fyrir þeim möguleikum sem ungmenna- starf á Norðurlöndunum hefur upp á að bjóða, t.d. Nordjobb. Hóparnir fengu eitt verkefni og áttu að búa til leikrit í kringum verkefni sitt sem átti síðan að sýna síðasta dag ungmennavikunnar í götuleikhúsi NSU í Åbo. Einnig voru gerð veggspjöld um hvert og eitt verkefni sem átti að hengja upp í bóka- safninu í Godby, til fræðslu fyrir aðra um það starf sem ungmennafélögin á Norðurlönd- unum geta boðið upp á. Þrátt fyrir mikla vinnu þátttakenda hvað þetta varðaði var gleðinni ekki gleymt. Boðið var upp á fjölbreytileg námskeið fyrir þátttakendur, t.d. leiklistar- námskeið, ljósmyndanámskeið, dansnám- skeið, námskeið í línudansi og hipphopp. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi og höfðu gaman af. Þar sem veðrið lék við okkur í Godby var ákveðið að fara með alla þátttakendur, sem vildu, niður á strönd. Íslensku þátttakend- urnir létu sig ekki vanta í þá ferð. Sumir lágu í sólbaði á ströndinni á meðan aðrir syntu og léku sér í sjónum. Þegar upp á farfugla- heimili var aftur komið tók við kvölddagskrá- in sem fól í sér alls konar leiki ásamt einu skemmtilegasta partýi sem þátttakendurnir höfðu upplifað. Hljómflutningsgræjum var komið fyrir úti á bílastæði kl 23:00. Létu þátt- takendurnir sig ekki vanta á þetta risadans- gólf og dönsuðu fram eftir nóttu. Það þarf ekki að taka fram að íslensku þátttakend- urnir voru þeir síðustu til að koma sér í hátt- inn. Partýið var það skemmtilegt að krakkar úr nágrenninu létu sig ekki vanta á dans- gólfið. Godby var því kvatt á skemmtilegan hátt og eiga allir þátttakendur góðar minn- ingar frá þessum litla sæta bæ á Álandseyjum. Á fimmtudagsmorguninn, 4. ágúst, var haldið af stað í 30 km hjólreiðatúr um Álands- eyjarnar, frá Godby til Vardö. Á leiðinni var stoppað á stöðum sem höfðu haft mikil áhrif í sögu Álandseyja, t.d. við Kastelholm-kastal- ann. Í Vardö var gist í bjálkakofum í skóginum ásamt því að þátttakendur voru kynntir fyrir finnskri gufubaðsmenningu. Gufubaðið var á flekum úti á stöðuvatni og var hitanum hleypt vel upp þar til enginn gat verið þar inni lengur. Síðan hlupu allir út og stungu sér í ís- kalt vatnið. Þetta var síðan endurtekið í um klukkustund, þátttakendum til mikillar ánægju. Föstudagurinn, 5 ágúst, var ferðadagurinn mikli. Þennan dag ferðuðust þátttakendur frá Vardö til Hummelvik og frá Hummelvik var tekin ferja til Torsholma og frá Torsholma var síðan keyrt í rútu til Åbo. Eftir þetta mikla ferðalag voru þátttakendur frekar þreyttir og var föstudagskvöldið því frekar rólegt þar sem þátttakendur þurftu á allri orku sinni að halda til að takast á við laugardaginn. Hópurinn notaði tækifæri og skellti sér í verslunar- leiðangur. Frá ungmennaviku NSU sem haldin var á Álandseyjum dagana 31. júlí til 7. ágúst 2010. Laugardagsmorguninn voru þátttakendur vaktir og byrjuðu allir að undirbúa sig fyrir leiksýninguna miklu sem átti að halda í götu- leikhúsinu. Veðurguðirnir léku ekki við okkur þennan daginn og var því ákveðið að færa götuleikhúsið inn í eina verslunarkringl- una. Þar léku þátttakendur við hvern sinn fingur og skemmtu gestum og gangandi. Umsjónarmenn leikhússins voru ekki frá því að þarna hefðu framtíðarleikarar stigið sín fyrstu skref í áttina að glæstum leiklistarferli. Eftir sýninguna var þátttakendum gefinn frjáls tími frá 12:00 til 18:00. Íslendingarnir voru fljótir að sækja kortin sín og byrja að renna þeim í gegnum posana í hinum ýmsu verslunum. Þegar farangur allra þátttakenda var skoðaður í lokin var farangur íslensku þátttakendanna þyngri en allra hinna þátt- takendanna samanlagt, þrátt fyrir að hafa mætt með minnst út. Ungmennavikunni var síðan slitið með glæsilegri máltíð á veitinga- stað í Åbo og eftirpartýi í menningarmiðstöð ungmennasamtakanna í Åbo. Þegar horft er til baka, á allt það sem gert var í þessari ferð, er það sem stendur upp úr hvað íslensku þátttakendurnir voru ótrúlega tilbúnir í að taka þátt í ævintýri sem þessu. Í upphafi var mikil feimni í gangi og ekki mikið verið að blanda geði við hina þátttakend- urna. Þegar leið á ferðina óx þeim ásmegin og þeir urðu hrókar alls fagnaðar síðasta dag ferðarinnar. Einn íslenskur þátttakandi orðaði mjög vel það sem þau gengu í gegnum í þessari viku en það var: „I was a bit shy but when I got to know people more it almost all came and then everything got much funnier.“ Ungmennavikur sem þessar snúast einmitt um að kasta sér út í djúpu laugina, kynnast fólki og njóta þess að eiga skemmtilega viku með því. Allir íslensku þátttakendurnir átt- uðu sig á þessu, sem betur fór, nógu fljótt til þess að ná að njóta og upplifa félagsskap og snefil af menningu annarra Norðurlanda- þjóða. Allir voru sammála um að þessi helgi hefði verið ein sú skemmtilegasta sem þau höfðu upplifað og allir þátttakendurnir ætl- uðu að sækja um að komast með í þessa ferð á næsta ári. Takk fyrir okkur, Guðjón Bjarni Hálfdánarson, fararstjóri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.