Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Sex einstaklingar voru kosnir í stjórn. Nýir í aðalstjórn eru Stefán Skafti Steinólfs- son, Ungmennafélaginu Skipaskaga, Hauk- ur Valtýsson, Ungmennafélagi Akureyrar, Jón Pálsson, Ungmennasambandi Kjalar- nesþings, og Bolli Gunnarsson, Héraðs- sambandinu Skarphéðni. Björg Jakobs- dóttir og Eyrún Harpa Hlynsdóttir voru endurkjörnar. Í varastjórn komu inn ný þau 47. Sambandsþing Ungmennafélags Íslands var haldið í Menningar- húsinu Hofi á Akureyri dagana 15.–16. októ- ber sl. Samtals áttu 135 fulltrúar rétt til setu á þinginu, frá 18 héraðssamböndum og 10 félögum með beina aðild. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setti þingið. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, flutti ávarp við þing- setninguna. Einnig fluttu ávörp Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands, Eiríkur Björgvinsson, bæjar- stjóri á Akureyri, og Mogens Kirkeby, forseti ISCA. Þingið var starfsamt og mál- efnalegt og sjaldan hafa jafnmargar til- lögur verið á samþykktar ásambandsþingi. Helga Guðrún Guðjóns- dóttir endurkjörin for- maður UMFÍ „Á þessari stundu er mér efst í huga þakk- læti, gleði, tilhlökkun, eftirvænting og vinna. Ég er mjög ánægð með þá góðu umræðu sem fram fór á þessu þingi. Fólk hefur skipst á skoðunum en náð lendingu og við förum sátt af þinginu. Ég er þakk- lát fyrir það að hreyfingin treystir mér fyrir því að vera áfram í þessu starfi. Ég hef ekki farið dult með það að mér finnst þessi hreyfing frábær og skipta samfélag okkar miklu máli. Hún er ein af grunnstoðunum og það á að leggja rækt við hana og gera henni hátt undir höfði. Til þess þarf hún fjármagn og skilning stjórnvalda og ann- arra sem við getum leitað til,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir í viðtali skömmu eftir endurkjörið. Hún sagðist hlakka til næstu tveggja ára en margar tillögur, sem samþykktar voru á þinginu, munu marka starfið næstu tvö árin. Mikil vinna liggur í að fylgja þeim öllum eftir þannig að vel takist til og skila þeim árangri sem þingið hefur kallað eftir. „Ég vona að okkur takist þetta allt saman og lít björtum augum á framhaldið. Ég sagði það í ávarpi mínu á þinginu að fram- tíð hreyfingarinnar væri björt og framtíð- arsýnin væri skýr. Við höfum mikinn með- byr í samfélaginu, okkur er treyst og það er leitað til okkar til að vera í forystu í ýms- um málum. Framtíðin er að vinna áfram með þessi göfugu markmið, Ræktun lýðs og lands, og byggja á ungmennafélags- andanum og gildum hans. Það er ekki annað hægt en að vera bjartsýn,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir. 47. sambandsþing Ungmennafélags Íslands var haldið á Akureyri Baldur Daníelsson, Héraðssambandi Þing- eyinga, Matthildur Ásmundardóttir, Ung- mennasambandinu Úlfljóti, og Anna María Elíasdóttir, Ungmennasambandi Vestur- Húnvetninga. Einar Kristján Jónsson, Ung- mennafélaginu Vesturhlíð, var endurkjör- inn í varastjórn. Á öðrum stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum. Haukur er varaformaður, Jón gjaldkeri og Eyrún ritari. HSV fékk hvatningar- verðlaun UMFÍ 2011 Á sambandsþinginu var tilkynnt hvaða héraðssamband hefði hlotið hvatningar- verðlaun UMFÍ 2011. Verðlaunin féllu í skaut Héraðssambandi Vestfirðinga, HSV, fyrir nýjungar í starfi og öflugt samstarf við sveitarfélagið. Stefán Bogi matmaður þingsins Áralöng hefð er fyrir því á sambandsþing- um UMFÍ að velja matmann þingsins. Það var austfirðingurinn Stefán Bogi Sveins- son sem naut þess heiðurs að vera valinn matmaður þingsins. Stefán Bogi var full- trúi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á þinginu. Hann tók við viður- kenningunni sem er forkunnarfagur og glæsilegur útskorinn askur. Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, tek- ur við hvatningar- verðlaunum UMFÍ úr hendi Helgu Guðrúnar Guðjóns- dóttur, formanns UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, setur 47. sambandsþing UMFÍ. Stefán Bogi Sveinsson, UÍA, var valinn mat- maður þingsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.