Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Harpa Hlynsdóttir var einn af íslensku þátttakendunum á leiðtogaskóla NSU á Laugum í Sælingsdal. Leiðtogaskóli NSU var haldinn 8–13. september sl. á vegum UMFÍ, á Laug- um í Sælingsdal. Skólinn er árlegur viðburður og flakkar hann á milli Norðurlandanna á hverju ári en ávallt er töluð skandinavíska. Fimmtudagskvöldið þann 8. septem- ber hittist allur hópurinn í höfuðstöðvum UMFÍ, borðaði pizzu og skrafaði saman á skandinavísku áður en haldið var af stað. Íslensk náttúra Á leiðinni til Lauga tók ég sérstaklega eftir því að allir þátttakendurnir voru að taka myndir af náttúrunni, allan tímann sem við vorum á leiðinni. Mér fannst það skond- ið en ætli það sé ekki bara af því að ég er svo vön náttúrunni á Íslandi. Við komum seint og fengum ör- litla kynningu á svæðinu og því sem við mættum búast við á næstu dögum. Svo byrjaði þetta hálfníu á föstudagsmorgun. Út fyrir kassann! Næstu dagar voru einstaklega skemmti- legir, með mörgum mismunandi, fræð- andi en jafnframt skemmtilegum fyrirlestr- um. Þeir innihéldu oft frumlega leiki eða þrautir sem reyndu oftar en ekki á skap- andi hliðina og aldrei máttum við gleyma að hafa ávallt opinn huga. Alltaf að hugsa út fyrir kassann! var sú setning sem við heyrðum ábyggilega oftast á þessu nám- skeiði. Kartöflur og grillspjót Eitt af verkefnum, sem okkur féllu í hend- ur, var til dæmis að búa til turn. Hann átti að vera hærri en 160 cm, geta staðið þegar blásið var á hann og við máttum einungis að nota þríhyrninga í hönnuninni. Hrá- efnið sem við fengum til þess að búa til þennan turn: Kartöflur og grillspjót. Við fengum ákveðinn tímaramma og þegar honum var lokið áttum við svo að búa til fullkomna eftirlíkingu úr tannstönglum og kennaratyggjói. Leiðtogahlutverkið Þetta reyndi auðvitað á heilasellurnar sem og samskipti okkar í hverjum hópi. Við urð- um að reyna að finna út bestu lausnina á þessu og vinna saman. Við höfðum jú tak- markaðan tíma. Þá var líka áhugavert að fylgjast með því hver féll í „Leiðtogahlut- verkið” og hverjir urðu fylgjendur. Þetta heitir nú einu sinni Leiðtogaskólinn og snýst aðallega um það að hjálpa fólki að verða góðir leiðtogar og leiðbeinendur. Við lærðum mikið um það hvað er það er að vera góður leiðtogi, hvaða eiginleika hann þarf að tileinka sér sem og hegðun og viðmót. Djöflaprik og geglboltar Fyrsta eftirmiðdaginn eyddum við tíman- um inni í íþróttasal þar sem við fórum í marga skemmtilega og hópeflandi leiki sem hafa alltaf þessi frábæru áhrif á sam- stöðu og tengsl fólks sem saman er komið. Eftir leikina fengum við að prófa hinar og þessar sirkuskúnstir. Þar á meðal voru djöfla- prik, geglboltar og margt annað framandi. Þar var líka að finna ákveðna diska sem manneskjan leggur á prik og reynir að snúa disknum þannig hann snúist ofan á prikinu. Stórfurðulegt allt saman! Nei, nei, þetta var mjög krefjandi og einstaklega gaman þegar hinar og þessar sirkustilraun- ir gengu upp. Ströndin dökka Á sunnudeginum var svo haldið af stað í dagsferð um Snæfellsnesið þar sem margt og mikið var skoðað. Farið var út að sjó og gengið um dökka ströndina, hellar skoðaðir, farið í fleiri leiki og útlending- arnir fengu að upplifa íslenska náttúru upp á sitt besta. Um kvöldið var snætt í Stykkishólmi. Í okkar fínasta pússi á galakvöldi Seinasta kvöldið okkar saman á Laugum var haldið „Galakvöld“. Þar mættum við öll í okkar fínasta pússi og við tók hin mesta skemmtun og dýrindis matur. Setið var við tvö borð og um kvöldið var keppni á milli borða. Hún snerist um það að vinna ákveðinn kertastjaka á sitt borð. Ef annað borðið var með kertastjakann gat hitt liðið framkvæmt eitthvað sem gerði það að verkum að þau unnu kertastjakann á sitt borð. Og það var sungið, og dansað og leikið fram eftir kvöldi! Þannig mun ég líka muna eftir þessum dögum sem fjörugu og einstaklega lær- dómsríku námskeiði. Svo má ekki gleyma öllum vinunum sem ég eignaðist! Harpa Hlynsdóttir Fjörugt og einstaklega lærdómsríkt námskeið Leiðtogaskóli NSU á Laugum: Glatt á hjalla á leið- togaskóla NSU á Laugum í Sælings- dal.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.