Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 19
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 19 Keflavík íþrótta- og ungmennafélag bauð félagsmönnum sínum og öllum áhuga- sömum í gönguferð á Keili 4. júlí í sumar. Tilefni ferðarinnar var að fara með póst- kassa með gestabók upp á tind fjallsins og fékk göngufólk tækifæri til að skrifa nöfn sín í gestabókina. Þess má geta að 20 gesta- bókum var komið fyrir á fjöllum víðs vegar um landið í tengslum við verkefnið Fjöl- skyldan á fjallið sem UMFÍ stendur fyrir. Gönguferðin á Keili var farin undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur. Góð þátttaka var í göngunni en ekið var í samfloti að Höskuldarvöllum og þaðan var gengið á fjallið sem er um 378 metra hátt. Tók ferðin um þrjár klukkustundir. Fjöllin Gíslholtsfjall í Holtum og Bjarnarfell í Ölfusi eru meðal þeirra fjalla sem valin voru í verkefnið Fjölskyldan á fjallið í ár hjá HSK en hér- aðssambandið hefur tilnefnt ný fjöll á hverju ári í þetta verkefni allt frá upphafi verkefnisins árið 2002. Sunnlendingar voru hvattir til að ganga á fjöllin og taka þátt í verkefninu með því að skrifa nafn sitt og símanúmer í gestabækur sem staðsettar höfðu verið uppi á fjöllunum. Í HSK-göngu á Bjarnar- fell í sumar fór Guðni Guðmundsson á Þverlæk með eftirfarandi vísu: Á fjöllin rölti svona eitt og eitt upp á Bjarnarfellið skunda. Að fjallgöngum oft hef hugann leitt og hvet sem flesta til að stunda. HSV stóð fyrir fjallagönguleiknum Fjallapassinn í sumar. Markmið Fjalla- passans var að hvetja einstaklinga og fjölskyldur til að nýta sér þær leiðir til heilsueflingar sem felast í náttúrunni í kringum okkur. Með þátttöku í skemmti- legum leik gat hver og einn fundið fjall við sitt hæfi til að klífa og eflt um leið líkam- legt og andlegt þrek sitt svo ekki sé talað um þá mikilvægu samverustund sem fjöl- skyldur og vinir gátu átt með þátttökunni. Í stuttu máli gekk leikurinn út á það að Frá göngu Kefla- víkur á Keili. Einar Haraldsson, for- maður Keflavíkur, heldur á fána félagsins. Gönguferð á Keili Skarphéðinsmenn tilnefndu Gíslholtsfjall og Bjarnarfell Best er að ganga á Gíslholtsfjall skammt frá bæjarhlaðinu í Gíslholti en bærinn stend- ur við fjallið. Best er að leggja bílnum innan Þátttakendur í HSK-göngu á Bjarnarfell. túngirðingar, vegna hættu á lakkskemmd- um (hross) og ganga þaðan á fjallið. Til að komast að Gíslholtsfjalli er farið upp Landveg nr. 26 frá Landvegamótum og svo inn á Hagaveg nr. 286, rétt áður en komið er að Laugalandi. Svo er beygt inn á Heiðarveg nr. 284 við Gíslholtsvatn. Einnig er hægt að fara inn á Heiðarveg nr. 284 af þjóðvegi 1, rétt austan við Þjórsár- brú. Til að komast að Bjarnarfelli er ekið eftir þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss og beygt upp Hvammsveg nr. 374. Stoppað við garðyrkjubýlið Nátthaga eða farið að sumarhúsabyggð sem er merkt Gljúfur- bústaðir. Þar er bílum lagt og gengið upp með Æðargili upp á Bjarnarfell. Byrjunar- hæð er í um 80 m yfir sjó og lengd göng- unnar er um 6 km. Fjallgönguleikur hjá HSV klífa ákveðin fjöll og stimpla í passa með stimplum sem var að finna á fjöllunum. Því næst var passanum skilað inn og voru nöfn heppinna göngugarpa dregin út að leik loknum. Þær gönguleiðir sem voru í Fjallapassanum í ár voru Naustahvilft, náman í Syðridal, Miðfell, Kaldbakur, Þjófa- skar og Sauratindar. Áttu þátttakendur að fara að minnsta kosti 4 af þessum 6 göngu- leiðum áður en þeir skiluðu passanum sín- um inn. Rúmlega 70 einstaklingar skiluðu inn pössum og má gera ráð fyrir því, miðað við útprentaða fjallapassa, að mun fleiri hafi gengið en tókst að ljúka við allar fjórar göngurnar. Ef bara er tekið mið af þeim sem skiluðu inn pössum eru það vel á fjórða hundrað fjallgöngur sem farnar voru fyrir tilstuðlan leiksins. F M BS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.