Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 25
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Lið Tindastóls/Hvatar sigraði í 2. deild karla í knattspyrnu og vann sér þar með réttinn til að leika í 1. deild á næsta tímabili. Hött- ur frá Egilsstöðum, sem lenti í öðru sæti, fer einnig upp í 1. deild. Í lokaumferðinni sigraði Tindastóll lið Völsungs, 4:2, og varð í efsta sæti með 42 stig, en Höttur hlaut 41 stig. Árangur Tindastóls/Hvatar er frábær, liðið fór illa af stað en hrökk heldur betur í gang og stóð að lokum uppi sem sigur- vegari í deildinni. Tindastóll leikur í 1. deild næsta sumar: Ævintýrið heldur bara áfram Halldór Jón Sigurðsson, sem stýrði liðinu upp í 1. deild, skrifaði á dögunum undir nýj- an samning. Sú breyting verður að liðið mun keppa undir merkjum Tindastóls en samstarfinu við Hvöt hefur verið slitið. „Ég var svo sem ekki með neinar vænting- ar þegar ég tók við liðinu en fljótlega, þeg- ar leið á tímabilið, sá ég að það var raun- hæfur möguleiki. Við stefndum að því að vinna alla leiki og uppskeran var góð. Næsta tímabil verður töluvert erfiðara en það síðasta en ævintýrið heldur bara áfram. Það bíður okkar erfitt verkefni og við verð- um að vera fljótir að aðlagast nýrri og sterk- ari deild. Við munum nota undirbúnings- tímabilið vel til að leika gegn liðum sem eru sterkari en við, aðlagast þar með meiri hraða og verða betri,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson eftir undirskrift á nýjum samn- ingi á blaðamannafundi sem haldinn var í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Halldór Jón sagðist hafa fulla trú á liði sínu og að það mundi standa sig vel í 1. deildinni. Þegar Halldór Jón var spurður hvort þeir myndu styrkja liðið fyrir átökin í 1. deild svaraði hann því til að staðan yrði skoðuð. „Við missum tvo reynslubolta og eðli- lega þyrftum við að fá reynslubolta í stað- inn. En við byrjum á því að gefa þessum strákum séns og sjáum hvernig þeir standa sig,“ sagði Halldór Jón. Halldór Jón sagðist hafa mikinn áhuga á þjálfun og hafa töluverðan metnað á því sviði. Eins og hann kemst sjálfur að orði, hann hefur mikinn áhuga og mikla ástríðu og ætlar sér að þjálfa áfram. Hann segist vera glaður og spenntur yfir að fá þetta tækifæri með liðið í 1. deild. „Við spilum undir merkjum Tindastóls næsta sumar og erum stoltir af. Það er gríðarlega mikil stemning á Króknum, hún var góð á liðnu sumri og ég hef trú á því að hún verði enn meiri á sumri komanda. Bærinn styður vel við bakið á okkur,“ sagði Halldór Jón í spjallinu við Skinfaxa. Leikmenn Tinda- stóls/Hvatar fagna sigrinum í 2. deild og sæti í 1. deild á næsta tímabili. Selfyssingar tryggðu sér sæti í efstu deild karla á nýjan leik eftir öruggan 1:3 sigur á ÍR í næstsíðustu umferð 1. deildar. Þetta er mikið afrek hjá Selfyssingum en eftir fallið úr efsta deild í fyrra missti liðið tíu leik- menn í kjölfarið. Einhugur var hjá stjórn, leikmönnum og þeim er starfa í kringum liðið um að gefa í og koma liðinu í efstu deild á nýjan leik. Það markmið náðist og vel það því liðið endaði með 47 stig, 11 stigum á undan Haukum sem voru í 3. sæti. Það voru Skagamenn sem báru sigur úr býtum í 1. deildinni með 51 stig. Karla- og kvennalið Selfoss tryggðu sér sæti í efstu deild Kvennalið Selfyssinga var enginn eftir- bátur karlanna en stelpurnar tryggðu sér sæti í efstu deild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir frækilegan 6:1 sigur á Kefl- víkingum á heimavelli sínum á Selfossi. Eftir að hafa tapað fyrri leik liðanna um laust sæti í efstu deild 2:3 áttu flestir von á hörkuleik á Selfossvelli. Selfoss-stúlkur voru ekki á því að gefa eftir og unnu glæst- an sigur og sæti í deild á meðal þeirra bestu. FH-stúlkur fylgja Selfyssingum upp í efstu deild, en þær urðu jafnframt Íslands- meistarar í 1. deild. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Selfyssingum í knattspyrnunni. Gott uppbyggingarstarf er að skila þessum frábæra árangri og getur bæjarfélagið verið stolt að því að eiga karla- og kvenna- lið í efstu deild. Markviss uppbygging íþróttamannvirkja hefur líka skilað sínu. Á Selfossi er nú nýr gervigrasvöllur sem tekinn var í notkun fyrir um fimm árum og nýr aðalvöllur sem er að verða einn besti grasvöllur landsins. Áhorfendastúka með sætum fyrir 750 manns var tekin í notkun 2010. Mynd til vinstri: Selfoss-strákar toll- era Loga ólafsson þjálfara sinn. Til hægri: Selfoss- stelpur fagna sæti í Pepsi deildinni. KNATTSPYRNA:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.