Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Á stjórnarfundi Ung- mennafélags Íslands, sem haldinn var 26. september sl., var ákveðið að 2. Lands- mót UMFÍ 50+ verði í umsjón Ung- mennasambands Kjalarnesþings, UMSK, með mótsstað í Mosfellsbæ. Fimm sam- bandsaðilar sóttu um að halda mótið. Auk UMSK voru það USAH með Blönduós sem mótsstað, UMSB með Borgarnes, UÍA með Norðfjörð og UMSE með Dalvík sem móts- stað. Mat stjórnar var að allir umsækjend- ur væru vel í stakk búnir til að taka að sér framkvæmd mótsins en þetta varð niður- staðan að þessu sinni. Mótið er sérstak- lega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og UMSK í sam- starfi við Mosfellsbæ. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ var haldið á Hvammstanga sl. sumar. Stefnum á fjölbreytni „Þetta er mjög athyglisvert og spennandi verkefni og þá alveg sérstaklega að fá að 2. Landsmót UMFÍ 50+ verður í Mosfellsbæ halda annað mótið þar sem þarf að sanna tilvist þess. Við treystum okkur í það á þessu stóra markaðssvæði og stórt héraðssam- band á bak við okkur. Við stefnum á fjöl- breytni og höfum þegar fengið fyrir-spurnir eins frá kraftlyftingafélögum og strand- blaki en þessir aðilar vilja koma og vera með sínar greinar. Það stefnir í fjölbreytni en að sjálfsögðu verður grunngreinunum haldið inni. Aðstaðan hjá okkur býður upp á það að við getum keppt í hverju sem er,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, í samtali við Skinfaxa. Valdimar Leó sagði samvinna yrði höfð við heilsuklasann Heilsuvin. Nokkrir tugir fyrirtækja og félagasamtaka í Mosfellsbæ munu kynna starfsemi sína í leiðinni og vekja athygli á heilsurækt almennt. „Það verða jákvæð samhliðaáhrif á milli keppnisgreina, Landsmóts og heilsuefl- ingar í gegnum Heilsuvin og ég hef trú á því að við getum tvöfaldað mótið. Aðal- atriðið er samt að festa mótið í sessi en við erum mjög ánægð með að þetta mót skuli verða haldið,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.