Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 11
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 11 Um þrjú hundruð keppendur þreyttu keppni í fjórtán keppnisgreinum á fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Hvammstanga dagana 24.–26. júní sl. Framkvæmdaaðilar mótsins voru mjög ánægðir með hvernig til tókst og líta björtum augum til framtíðar hvað þetta mót áhrærir. „Ég er í heildina mjög ánægð með mótið og þá alveg sérstaklega með hvað kepp- endur voru sáttir. Það kom mér ekki á óvart því að þetta er þakklátt fólk. Við renndum „Mér fannst þetta fyrsta mót takast ljóm- andi vel og við vorum öll mjög ánægð þegar upp var staðið. Þeir sem heimsóttu okkur þessa helgi virtust kátir og við vor- um að sama skapi ánægð með gestina. Vissulega var þetta í fyrsta skipti sem mót af þessu tagi er haldið og kannski hefði maður vonast eftir að fá heldur fleiri gesti en þetta var samt fín byrjun. Þeir sem komu voru ánægðir og það skiptir miklu máli,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðs- son, formaður USVH, í samtali við Skinfaxa en sambandið var framkvæmdaaðili að fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Hvammstanga sl. sumar. Aðspurður um hvort eitthvað hefði komið sérstaklega á óvart í mótshaldinu sagði Guðmundur Haukur öðruvísi hóp keppenda sækja þetta mót en Unglinga- landsmót. Fólk gistir síður á tjaldsvæðum og vill heldur gistingu í rúmum. Það mynd- ast því öðruvísi stemning og fólk kemur ekki endilega til að dvelja alla helgina held- ur sigtar út greinar sem það er að keppa í. „Það sem stendur upp úr er að við erum ánægð og sambandið er reynsluríkara eftir. Við komum fjárhagslega þokkalega vel frá þessu þannig að við erum sátt. Ég hef ekki heyrt annað en að allir séu ánægðir, sveitarfélagið og ferðaþjónustu- aðilar. Svæðið fékk mikla kynningu sem við munum njóta góðs af í framtíðinni. Þegar upp er staðið er þetta mót öllum þeim sem komu að því til framdráttar. Mörgum finnst það líka spennandi og áhugavert að taka þetta mót að sér en mun fleiri sóttu um að halda næsta mót en það síðasta. Þetta mót er tvímælalaust komið til að vera. Það á bara eftir að þróast og menn að læra af reynslunni,“ sagði Guðmundur Haukur. Hann sagði að tími hefði verið kominn til að halda mót fyrir þennan aldurshóp en mjög mikil vakning er hvað varðar alls konar hreyfingu hjá almenningi í landinu. „Þessi mót eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Keppnisskapið er fyrir hendi hjá þessum aldurshópi en það skiptir heldur ekki minna máli að taka þátt og vera með. Heimafólk er ánægt með hvernig til tókst og við tökum aftur að okkur svona mót eftir nokkur ár,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson í spjallinu við Skinfaxa. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Var löngu orðið tímabært að halda mót fyrir þennan aldursflokk svolítið blint í sjóinn með þetta mót en ákvörðunin um að hrinda því af stað reynd- ist rétt þegar upp var staðið. Upplifun keppenda var skemmtileg og þetta er mót sem verður að halda áfram,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ung- mennafélags Íslands, í mótslok. Helga Guðrún sagði að það hefði komið sér á óvart hve mikill keppnisandi hefði ríkt á mótinu og gleði yfir fá að keppa á þessum vettvangi. Andrúmsloftið var afslappað en samt voru keppendur með ákveðin markmið. Framkvæmdaaðilar og íbúar lögðu sitt af mörkum við að gera þetta mót einstaklega skemmtilegt og vel heppnað. „Að okkar mati var löngu orðið tíma- bært að halda mót fyrir þennan aldurs- hóp. Þetta er mót sem komið er til að vera og vonandi stækka þau með tíð og tíma. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem er að æfa ýmsar íþróttir en fyrirvarinn fyrir þetta mót var nokkuð stuttur. Við auglýs- um næsta mót með góðum fyrirvara og þá getur fólk notað veturinn og vorið til undirbúnings. Ég er mjög ánægð og stolt yfir hvernig til tókst með fyrsta mótið,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir. Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH: Mótið öllum þeim sem að því komu til framdráttar Húnaþing vestra Guðmundur Haukar Sigurðsson, formaður USVH. Frá setningu Landsmóts 50+ á Hvammstanga.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.