Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 14. Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið með pompi og prakt á Vilhjálmsvelli á Egilsstöð- um sunnudagskvöldið 31. júlí sl. að við- stöddu miklu fjölmenni. Talið er að um fimm þúsund áhorfendur hafi verið við mótslokin en umgjörðin um þau var einstaklega góð. Það er mál manna að mótið hafi tekist mjög vel og hafi verið mótshöldurum til mikils sóma og ekki skemmdi veðrið fyrir sem lék við kepp- Allir lögðust á eitt til að Unglingalandsmót- ið á Egilsstöðum gengi vel. Starfsfólk Lands- bankans á Egilsstöðum vann í sjálfboða- vinnu í upplýsingamiðstöðinni í grunn- skólanum. Þar var geysilega mikið að gera en þangað mættu allir þeir sem skráðu sig til þátttöku í mótinu og fengu afhent keppnisgögn þar. „Við fréttum af því í fyrra að Landsbank- inn í Borgarnesi hefði rétt hjálparhönd við að taka á móti gestum á Unglingalands- mótinu. Það gekk svona ljómandi vel fyrir sig þannig að við snerum okkur beint til Um 200 krakkar, 10 ára og yngri, tóku þátt í Litlu-Vilhjálmsleikunum sem haldnir voru á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum. Krakkarnir tóku þátt í ýmsum þrautum sem lagðar voru fyrir þau og skemmtu sér vel. Það voru synir Vilhjálms Einarssonar sem sáu um keppnina en þarna fékk yngsta kynslóðin tækifæri til að láta ljós sitt skína. Í Tjarnargarðinum var jafnframt dagskrá fyrir þau yngstu. Þar var leiktækjum komið fyrir og allt iðaði af lífi frá morgni til kvölds. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Stolt fyrir hönd okkar allra með mótið endur og mótsgesti nánast alla mótsdag- ana. Keppendur á mótinu voru um 1300 talsins. Með gestum er talið að um tíu þús- und manns hafi sótt Unglingalandsmótið að þessu sinni. Árangur á mótinu var góður í mörgum greinum en sjö unglingalands- mótsmet voru sett í frjálsum íþróttum. Næsta Unglingalandsmót verður haldið á Selfossi 2012 í umsjón Héraðssambands- ins Skarphéðins. „Þegar upp er staðið erum við rosalega sátt og þetta var stórkostlegt mót í heild sinni. Hvar sem maður hefur komið er mikil gleði og hamingja vegna þess hvernig til tókst. Mér er efst í huga þessi mikla sjálf- boðavinna sem lögð var að mörkum við þetta mót en það er ótrúlegt að sex hundruð manns séu tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu. Það ríkir sérstakur andi á mótinu en allir geta verið með, óháð því hvort þeir séu afreksmenn í íþróttum. Mótið er þannig uppsett að allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Við getum því farið mjög sátt frá mótinu en reynt var í hvívetna að mæta öllum aldursflokkum,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, í mótslok. Helga Guðrún sagði að þessi mót væru búin að festa sig rækilega í sessi. Þátttakan á þessu móti undirstrikar það en umræða síðustu vikurnar fyrir mótið um dýrt elds- neytisverð var talið að myndi koma niður á aðsókn. Það varð ekki reyndin sem sýnir að fjölskyldan lítur ekki á mótið sem val- kost heldur er það það sett í forgang að fara á mótið með börnum sínum. „Við erum búin að ná þeim markmiðum sem við settum okkur, að bjóða fjölskyld- unni upp á viðburð um verslunarmanna- helgina þar sem hún getur átt samveru- stund án þess að nota vímuefni. Ég er farin að hlakka til næsta móts og ég er stolt fyrir hönd okkar allra vegna mótsins hér á Egilsstöðum,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Um 200 krakkar tóku þátt í Litlu-Vilhjálmsleikunum Starfsmenn Landsbankans lögðu lið útibússtjórans á Egilsstöðum og óskuðum eftir því að Landsbankinn kæmi og hjálpaði okkur við að taka móti gestum. Því var tekið fagnandi og við spurð hvað við þyrft- um marga. Það varð úr að hingað komu fjórir starfsmenn bankans og voru með okkur fram eftir kvöldi skráningardaginn. Það er frábært að fá svona hjálp og sýnir svo að ekki verður um villst að fólk hér á Egilsstöðum er reiðubúið til að leggja góðu máli lið þegar þess er óskað,“ sagði Elín Rán Björnsdóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Krakkarnir skemmtu sér hið besta á Litlu- Vilhjálmsleikunum sem haldnir voru á Vilhjálmsvelli í tengsl- um við Unglinga- landsmótið sá Egils- stöðum. Starfsfólk Landsbankans við störf í upplýsingamiðstöðinni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.