Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Mennta- og menningarmálaráðuneytið boðaði þann 27. september síðastliðinn til kynningarfundar þar sem helstu niður- stöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2011 í 5., 6., og 7. bekk grunnskóla“ voru kynntar hvað varðar líðan, menntun, menningu, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra barna. Rannsóknin, sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið, var lögð fyrir nemendur í öllum grunnskólum lands- ins í febrúar 2011. Það var starfsfólk Rann- sóknar og greiningar, þau Hrefna Pálsdótt- ir, lýðheilsufræðingur, Inga Dóra Sigfús- dóttir, prófessor, Margrét Lilja Guðmunds- dóttir, félagsfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, Birna Björnsdóttir, lýðheilsu- fræðingur, dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við HR, og Jón Sigfússon sem kynntu niðurstöðurnar. Fundurinn var vel sóttur en hann var haldinn í húsakynnum KFUM og KFUK við Holtaveg. Að lokinni kynningu fóru fram umræður og spurn- ingum úr sal var svarað. Nokkrar niðurstöður úr rannsókninni eru m.a. þessar: • Meirihluti barna í 5., 6. og 7. bekk hefur sterka sjálfsmynd og líður almennt vel. • Börn, sem stunda íþróttir reglulega, eru síður einmana en önnur börn. Niðurstöður mennta- og menningarmálaráðuneytisins: Hlutfall þeirra barna sem hreyfa sig mikið hefur hækkað undanfarin ár Til vinstri: Frá fund- inum þar sem niður- stöðurnar voru kynntar. Til hægri: Erlendur Kristjáns- son, deildarstjóri í mennta- og menn- ingarmálaráðu- neytinu. • Mikill meirihluti nemenda í 5., 6. og 7. bekk fær hjálp frá pabba sínum, mömmu eða systkinum við heimanámið. Stelpur eru fjölmennari í þeim hópi. • Miklum meirihluta nemenda líður vel heima hjá sér og hann ver drjúgum tíma með foreldrum sínum. • Hlutfall þeirra barna sem hreyfa sig mikið hefur hækkað undanfarin ár, en hlutfall þeirra sem hreyfa sig lítið sem ekkert hefur líka hækkað. • Um og yfir 70 prósent nemenda segjast eiga marga vini. Nær enginn munur er á kynjum í þessu tilliti. 7–10 af hundraði nem- enda í 5.–7. bekk segjast fáa eða enga vini eiga. • Mikill meirihluti nemenda segist aldrei hafa tekið þátt í stríðni/einelti í skóla. Stelpur eru fjölmennari í þeim hópi. • Tæplega 11 af hundraði nemenda finnst námið of erfitt. Næstum jafnmörgum finnst námið of létt. • Hátt í fjórðungur nemanda segist engan tíma nota í lestur annarra bóka en skóla- bóka. Strákar eru fleiri en stelpur í þessum hópi. • Um 92 af hverjum hundrað nemendum eiga gsm-síma. • Um og yfir 20% nemenda í 5.–7. bekk segjast eiga erfitt með að sofna á kvöldin. • Á um 17% heimila er talað annað tungu- mál ásamt íslensku. • Um 20% nemenda búa ekki með föður sínum en um 5% ekki með móður. • Hátt í 10% nemenda finnast þeir ekki öruggir á skólalóðinni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.