Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 1. Landsmót UMFÍ 50+ Fjallaskokkið þreytt á Landsmótinu Fjallaskokkið 2011, sem fer fram árlega, var einn af dagskrárliðum Landsmóts UMFÍ 50+. Hlaupið var frá Grund í Vestur- hópi yfir Vatnsnesfjallið og endað ofan í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Vega- lengdin er um 12 km. Gangan/skokkið/ hlaupið er keppni þar sem það gildir að verða fyrstur yfir fjallið en að sjálfsögðu getur hver og einn farið að eftir sínu höfði, keppt við aðra, sjálfan sig eða farið leiðina án þess að vera keppa yfirleitt. Aðalatriðið er að vera með og hafa ánægju af þessu. Í hlaupinu kom Reimar Marteinsson fyrstur í mark á 1:15,40 klst. Annar var Trausti Valdi- marsson á 1:16,15 klst. og Ari Hermann Oddsson kom þriðji í mark á 1:23,17 klst. Fyrst kvenna í mark kom Sigrún Barkar- dóttir en alls tóku 30 manns þátt í hlaupinu. Frá vinstri: Trausti Valdimars- son, Reimar Marteinsson og Ari Hermann Oddsson. Pönnukökubaksturinn vekur alltaf athygli Pönnukökubakstur og kökuskreyting fór fram í Grunnskólanum á Hvammstanga en þessar greinar hafa ávallt vakið mikla athygli á Landsmótum í gegnum tíðina. Svo var einnig að þessu sinni og fjöldi manns fylgdist af áhuga með glæsilegum tilþrifum við baksturinn. Að sögn Jónínu Sigurðardóttur, greina- stjóra í starfsíþróttum, hafa dómarar til hliðsjónar í einkunnagjöf frágang við upp- skrift, fagmennsku, útlit og bragð, svo að eitthvað sé nefnt. Keppendur í pönnuköku- bakstrinum voru sjö, þar af einn karlmaður. Jóna Halldóra Tryggvadóttir frá Hvamms- tanga á kafi í keppni í pönnu- kökubakstri. „Þetta mót er frábært til að örva þá sem virkilega þurfa á hreyfingu að halda því að viðhaldið verður mikilvægara með árun- um,“ sagði Trausti Valdimarsson, lyflæknir og meltingarsérfræðingur á Akranesi, sem tók þátt í öllum hlaupa- og sundgreinum, að undanskildu fjórsundi, á Landsmóti UMFÍ 50+ á Hvammstanga. Trausti tók enn- fremur þátt í fjallaskokkinu og lauk síðan keppni með þríþrautinni á lokadegi mótsins. Þegar Trausti var spurður hvort hann væri ofvirkur svaraði hann því til að eiginkonan héldi það. „Hún er samt sátt því að hún segir að ég fái þarna mína Trausti Valdimarsson, læknir af Akranesi, tók þátt í Landsmóti UMFÍ 50+: Þeir sem halda í æskublómann þurfa síður á læknum að halda útrás. Ég reyni að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi, synda, hjóla og hlaupa, en það er gott að hafa fjölbreytnina sem mesta. Þetta er allt skemmtilegt og hollt og þess vegna er maður í þessu. Fyrir utan það heldur maður betur í heilsuna og kynnist fólki eins og á mótinu hér á Hvammstanga,“ sagði Trausti. Trausti sagði ennfremur að þeir sem hreyfa sig og halda í æskublómann þurfi síður á læknunum að halda. Trausti Valdimarsson hreyfir sig eitthvað á hverjum degi með því að hlaupa, synda eða hjóla. Hilmar Hjartarson USVH og Markús Ívarsson HSK tóku þátt Fjallaskokkinu á Landsmótinu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.