Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Blönduós Glaðheimar, sumarhús, Melabraut 21 Hótel Blönduós, Aðalgötu 6 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Húnavatnshreppur, Húnavöllum Sauðárkrókur Doddi málari ehf., Raftahlíð 73 Fisk – Seafood hf., Eyrarvegi 18 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 K–Tak ehf., Borgartúni 1 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf., Borgarröst 4 Varmahlíð Akrahreppur, Skagafirði Akureyri Eining – Iðja, www.ein.is, Skipagötu 14 Haukur og Bessi tannlæknar Hlíð hf., Kotárgerði 30 Ísgát ehf., Laufásgötu 9 Skóhúsið – Bónusskór, Brekkugötu 1a Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Grenivík Brattás ehf., Ægissíðu 11 Dalvík O. Jakobsson ehf., Dalvík, Ránarbraut 4 Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit, Birkimel Laugar Gistiheimilið Stóru Laugar, Stóru Laugum Sparisjóður Suður–Þingeyinga, Kjarna Laugum Þingeyjarsveit, Kjarna Mývatn Eldá ehf., Helluhrauni 15 Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs ehf., Bakkagötu 6 Þórshöfn Geir ehf., Sunnuvegi 3 Langanesbyggð, Fjarðarvegi 3 Vopnafjörður Hólmi NS–56 ehf., Hafnarbyggð 23 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15 Egilsstaðir Birta ehf., Egilsstöðum og Reyðarfirði, Miðvangi 2-4 Bílamálun Egilsstöðum ehf., Fagradalsbraut 21-23 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Miðás hf. (Brúnás innréttingar), Miðási 9 Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf., útgerð, Hafnarbraut 6 HVAR ERU ÞAU Í DAG? Trausti Sveinbjörnsson Það munu eflaust margir eftir Trausta Sveinbjörnssyni, hlaupara úr UMSK, en hann var áberandi á hlaupabrautinni á sínum yngri árum. Trausti setti m.a. lands- mótsmet í 400 metra hlaupi á Landsmóti UMFÍ á Eiðum 1968. Á árunum 1968–1987 keppti hann undir merkjum Breiðabliks. Hann keppti aðallega í 400 metra grinda- hlaupi og einnig í 200 og 400 metra hlaup- um. Trausti var í landsliðinu á árunum 1967–1971 og tók þátt í þremur Evrópu- bikarmótum. „Ég er ennþá að hlaupa í öldungaflokki en ég tók upp þráðinn að nýju 1986 og hef ekki hætt síðan. Ég tók fyrst þátt í Norðurlanda- móti öldunga í Malmö 1986 og síðan þá hef ég tekið þátt í um 20 Norðurlanda- og Evrópu- mótum,“ sagði Trausti Sveinbjörnsson, sem orðinn er 65 ára gamall, í samtali við Skinfaxa. Hleyp nánast á hverjum degi Trausti sagði að íþróttir hefðu alltaf átt hug hans allan en synir hans hefðu smitast af pabba sínum og líka farið í frjálsar íþróttir. „Ég hleyp nánast á hverjum degi í hádeginu með hlaupahópi í Laugardalnum. Það eru bara fimmtudagarnir sem detta út. Hlaupin gefa mér mikið og hafa alla tíð verið stór part- ur af lífi mínu þannig að eiginkonunni hefur stundum þótt nóg um. Það má segja að ég hafi verið viðloðandi hlaupin frá 1959 þegar „Hlaupin hafa alla tíð verið stór partur af lífi mínu“ ég tók fyrst þátt í Víðavangshlaupi Hafnar- fjarðar og þar vann ég sigur í yngsta flokkn- um. Þessi byrjun kveikti í mér og síðan hef ég ekki hætt,“ sagði Trausti. Trausti sagði aðstæður allar hefðu tekið miklum stakkaskiptum hin síðari ár. Það hefði verið mikil breyting þegar frjálsíþrótta- höllin í Laugardal var tekin í notkun. „Þar fæ ég að stinga mér inn þegar veðrið er brjálað,“ sagði Trausti. Bjartir tímar fram undan „Mér finnast vera bjartir tímar fram undan í frjálsum íþróttum. Bættar aðstæður eru mikil lyftistöng fyrir íþróttina og breiddin er alltaf að verða meiri,“ sagði Trausti. Að ofan: Trausti á palli eftir 300 m grinda- hlaup. Sigurvegarinn, Seppo Putkinen frá Finnlandi er marg- faldur heims-og Evrópumeistari í sín- um flokki. Annar varð Arne Warheim frá Noregi, en hann varð Norðurlandameistari fyrir tveimur árum. Trausti varð svo þriðji, en hann hefur 5 sinn- um orðið Norðurlanda- meistari í sínum flokki. Til hægri: Trausti vel á undan Kari Suo- niitty frá Finnlandi, en hann lenti í 4. sæti.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.