Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.2011, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Forsvarsmenn Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum voru mjög ánægðir með hve allt gekk vel á mótinu. Allt gekk samkvæmt óskum, mótið sjálft og veðrið lék við kepp- endur og gesti. Glæsilegu og vel heppn- uðu Unglingalandsmóti lauk með tilkomu- mikilli flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. „Ég er mjög ánægður með hvað allt tókst vel. Margar hendur komu að þessu móti og allir eiga miklar þakkir skilið. Við áttum alltaf von á því að við fengjum gott veður og það gekk eftir,“ sagði Björn Ármann Ólafsson, formaður unglinga- landsmótsnefndar. Björn Ármann sagðist vera mjög ánægð- ur með þátttökuna en skráningar fóru upp í 1240. Sagði hann að á svæðinu hefðu gestir verið nærri 10.000. Fólkið naut þess að vera saman í góðu veðri á Egilsstöðum. „Það kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart. Allt var vel skipulagt og gott fólk sem kom að undirbúningnum. Mótið gekk vel fyrir sig og hér sveif ungmennafélagsandinn yfir vötnum. Þetta var bara skemmtilegt og gaman,“ sagði Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalandsmótsnefndar á Egilsstöðum. UNGMENNAFÉLAGSANDINN SVEIF YFIR VÖTNUM 14. Unglingalandsmót UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.