Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2011, Side 16

Skinfaxi - 01.08.2011, Side 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Þegar Unglingalandsmótið var sett á Egilsstöðum tilkynnti Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, hvar Unglingalandsmótin 2013 og 2014 yrðu haldin. Stjórn UMFÍ ákvað að mótið 2013 færi fram á Hornafirði og 2014 yrði mótið á Sauðárkróki. Eins og áður hefur komið fram verður Unglingalandsmót UMFÍ 2012 haldið á Selfossi. Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, var valið fyrirmyndarfélagið á 14. Ungl- ingalandsmóti Ungmennafélags Íslands. Það var Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, sem tilkynnti þessa niður- stöðu á lokaathöfn mótsins á Vilhjálms- velli. Innganga UMSE vakti mikla athygli og var mikill metnaður lagður í hana af hálfu héraðssambandsins. Umgjörð sam- bandsins var sömuleiðis til fyrirmyndar á mótinu. Þess má geta að HSÞ var valið fyrirmyndarfélagið í fyrra á mótinu sem haldið var í Borgarnesi. Félagar í UMSE fagna innilega við afhend- ingu fyrirmyndar- bikarsins á Unglinga- landsmótinu á Egils- stöðum. UMSE fyrirmyndarfélagið Í mótslok á Unglingalandsmótinu á Egils- stöðum afhenti Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, Elínu Rán Björns- dóttur, formanni UÍA, Sigurðarbikarinn. Þetta var í fjórða sinn sem bikarinn er afhentur en hann er gefinn til minningar um Sigurð Geirdal, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra UMFÍ. Gefendur eru Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi for- maður UMFÍ, og Jónas Ingimundarson, fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn, sem var stofnað 1960. Bikar- inn er afhentur í mótslok því héraðssam- bandi sem heldur Unglingalandsmót hverju sinni. Bikarinn er því í varðveislu UÍA fram að næsta móti sem haldið verður á Selfossi. Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, tekur við Sigurðarbikarnum. Sigurðarbikarinn afhentur í mótslok Unglingalandsmót á Hornafirði 2013 og á Sauðárkróki 2014 Höfn í Hornafirði Sauðárkróki

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.