Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2011, Síða 20

Skinfaxi - 01.08.2011, Síða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Dagur íslenskrar náttúru Ungmennafélag Íslands efndi til herferð- ar með útvarpsstöðinni Bylgjunni þar sem brýnt var fyrir landsmönnum að ganga vel um landið. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, var í viðtali á Bylgjunni í morgunþætti stöðvarinnar. Umhverfisráðherra veitti fjölmiðlaverð- laun í tilefni dagsins en ætlunin er að veita slík verðlaun árlega hér eftir. Verðlaunin í ár hlaut Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu. Í rökstuðningi dóm- nefndar segir: Sá sem hlýtur Jarðarberið hefur verið óþreytandi við að sýna okkur náttúru Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur víða um land 16. september sl. Efnt var til margra viðburða víða um land í tilefni dagsins, þar sem almenningur, skólabörn, náttúru- fræðingar, fjölmiðlar, háskólafólk, ráðamenn, sendiherrar, sveitarstjórnarfólk og fjöldi annarra hafa komið við sögu. Íslands á myndrænan hátt. Ragnar Axels- son ljósmyndari eða Rax, hefur sérstak- lega beint sjónum að samspili manns og náttúru á langri starfsævi. Rax hefur bent á að náttúran er voldug en um leið við- kvæm. Og örlög manns og náttúru eru óaðskiljanleg. Það er því mikilvægt fyrir manninn að stíga varlega til jarðar, með auðmýkt, ábyrgð og virðingu. Þessi sjónar- mið Rax, nálgun hans við myndefnið og listræn framsetning hafa skipað honum í fremstu röð ljósmyndara á heimsvísu, gert náttúru Íslands sýnilega í fjölmiðlum og fengið tækifæri til að tala sínu eigin máli. Ný háskólastofnun, Líf- og umhverfis- vísindastofnun, tók formlega til starfa við Háskóla Íslands. Í framhaldi af setningar- athöfn stofnunarinnar var efnt til málþings um gildi íslenskrar náttúru í Öskju. Erlendir sendiherrar létu ekki sitt eftir liggja því að þeir unnu að endurbótum á gönguleið að Leiðarenda við Bláfjallaafleggjara. Almenningi gafst kostur á að taka til hendinni við náttúruvernd, nánar tiltekið við viðhald göngustíga á leiðinni upp Esjuna. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, hélt árlega púttkeppni sína fyrir 60 ára og eldri á púttvellinum við Gull- smára í Kópavogi. Þátttakan í mótinu hefur aldrei verið meiri en um 70 kepp- endur skráðu sig til leiks. Mótið var keppni á milli einstaklinga og liða. Hver félagsmiðstöð eða aðrir staðir þar sem Metþátttaka á púttmóti hjá FÁÍA aldraðir æfa pútt gátu sent lið til keppni. Í hverju liði voru fjórir leikmenn og leyfilegt er að vera með einn varamann. Einstakl- ingar án liðs gátu einnig skráð sig til leiks. Í einstaklingskeppninni háðu Karl Lofts- son, Mosfellsbæ, og Hilmar N. Þorleifsson, Gullsmára, bráðabana en báðir léku þeir á 66 höggum. Að lokum fór svo að Karl stóð uppi sem sigurvegari. Hilmar hlaut annað sæti og í þriðja sæti hafnaði Hreinn Bergsveinsson, Golfklúbbi Ness, á 67 höggum. Í sveitakeppninni sigraði Gullsmári á 278 höggum, Mosfellsbær lék á 283 höggum og Golfklúbbur Ness á 287 höggum. Frá keppninni í Gullsmáranum í Kópavogi og verð- launaafhending- unni.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.